Valur lék sér að bráðinni þegar liðið vann 6-1 útisigur gegn Fylki í Árbænum. Sigurður Egill Lárusson skoraði eitt og lagði upp tvö.
„Mér fannst fyrri hálfleikurinn virkilega góður hjá okkur. Við fengum fullt af færum og vorum að spila virkilega vel," sagði Sigurður Egill eftir leik, Valsmenn voru 4-0 yfir í hálfleik.
„Mér fannst fyrri hálfleikurinn virkilega góður hjá okkur. Við fengum fullt af færum og vorum að spila virkilega vel," sagði Sigurður Egill eftir leik, Valsmenn voru 4-0 yfir í hálfleik.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 6 Valur
„Seinni hálfleikur var meira fram og til baka og við hefðum mátt halda meira í boltann. En heilt yfir var þetta fínt. Ég er virkilega ánægður með leik minn og liðsins í dag."
Valur jafnaði topplið Víkings að stigum með sigrinum í kvöld en Víkingur á leik til góða. Næsti leikur Valsmanna er gegn KR.
„Ég er virkilega ánægður með þessa byrjun. KR - Valur eru alltaf erfiðir leikir og þetta verður erfiður leikur á mánudaginn."
Athugasemdir