Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   mið 04. apríl 2018 20:10
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Rúta Man City grýtt - Liverpool biðst afsökunar
Það voru læti fyrir leik Liverpool og Man City á Anfield.
Það voru læti fyrir leik Liverpool og Man City á Anfield.
Mynd: Getty Images
Seinni hálfleikur í leik Liverpool og Man City er nú í gangi og staðan þegar þetta er skrifað 3-0 fyrir heimamönnum í Liverpool.

Það voru læti fyrir leik þar liðsrúta Man City varð fyrir skemmdum, meðal þess sem kastað var í rútuna voru egg, glerflöskur og blys.

Enginn í rútunni meiddist en rútan er óökufær eftir lætin.

Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu fyrir leik þar sem þeir báðust afsökunar á hegðun stuðningsmanna.




Athugasemdir
banner