Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   fös 05. ágúst 2022 21:52
Anton Freyr Jónsson
Úlfur Arnar: Leiðinlegur leikur og við áttum ekkert skilið
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er svekktur að hafa ekki unnið en af því sögðu þá áttum við það ekkert skilið, jafntefli voru bara sanngjörn úrslit en það er bara mjög pirrandi að hafa samt ekki unnið þennan leik því okkur langaði að vinna þennan leik." sagði Úlfur Arnar Jökulsson eftir 0-0 jafnteflið í Safamýrinni í kvöld þegar liðið heimsótti Kórdrengi.


Lestu um leikinn: Kórdrengir 0 -  0 Fjölnir

„Við fáum eitt færi og þeir fá eitt færi þannig ég held jafntefli séu sanngjörn úrslit, þetta var bara leiðinlegur leikur, lítið að frétta og já þetta var bara leiðinlegur leikur"

Úlfur Arnar Jökulsson var spurður út í framhaldið í deildinni en liðið situr í þriðja sæti deildarinnar með 24.stig. 

„Við ætlum að fara í hvern einasta leik og berjast fyrir hverjum einasta sigri sem er í boði og það er það sem ég hef talað um í allt sumar að það er bara næsti leikur og reyna standa sig vel í hverjum einasta leik og það er það eina sem við erum að hugsa um. Langtímamarkmið hjá Fjölni er að búa til fótboltalið sem Grafarvogsbúar geta verið stolltir af, lið sem er gaman að horfa á og lið í efstu deild, hvenar það verður er spurning en það er ekki hvort heldur hvenar."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner