Ríkharður Daðason þjálfari Frammara taldi þátt dómara í 0-4 tapi gegn Val vera mikinn.
"Að mínu mati eru það þrjár stórar ákvarðanir sem þeir svartklæddu taka gera það að verkum að staðan er 2-0 í hálfleik".
"Að mínu mati eru það þrjár stórar ákvarðanir sem þeir svartklæddu taka gera það að verkum að staðan er 2-0 í hálfleik".
Þar átti Ríkharður við vítaspyrnu sem Valsmenn fengu og mögulegri vítaspyrnu á Val sem ekki var dæmd auk þess sem hann taldi brotið á varnarmönnum sínum í aðdraganda annars marks Valsmanna. Sérstaklega var hann ósáttur með að fá víti.
"Ef það var víti á okkur er það algerlega morgunljóst að dæma átti víti þegar boltinn skoppaði upp í hönd leikmanns þá var það víti. Ég sá það af hliðarlínunni."
Nánar er talað við Ríkharð, m.a. um það að liðið lekur mörkum og þá staðreynd að það styttist í botnliðin í meðfylgjandi viðtali.
Athugasemdir