,,Þetta er bara frábær byrjun og það er eiginlega ekki hægt að biðja um það betra," sagði Atli Jóhannsson miðjumaður Stjörnunnar í dag eftir að liðið hans tók öll þrjú stigin í dag með 2-1 sigri á Eyjamönnum.
,,Fyrstu 30 mínúturnar voru alveg ömurlegar og við skorum úr eina færinu okkar í fyrri hálfleik," sagði Atli en Stjörnumenn voru lengi í gang í leiknum.
Aðspurður hvort sjóferðin hafi farið svona illa í þá talaði hann aðallega um útlendingana sem þá óvönustu: ,,Það voru einhverjir Danir þarna sem höfðu aldrei farið á sjó og vissu ekkert hvað þeir áttu að gera."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir