Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   lau 08. september 2018 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaqiri: Yfirburðir í 90 mínútur og hefðum getað skorað fleiri
Icelandair
Shaqiri var mjög öflugur í leiknum.
Shaqiri var mjög öflugur í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Xherdan Shaqiri átti frábæran leik, eins og allir aðrir leikmenn Sviss þegar liðið niðurlægði það íslenska í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Sviss 6 -  0 Ísland

Shaqiri var gífurlega mikilvægur í sóknaraðgerðum Sviss og geta stuðningsmenn Liverpool verið spenntur ef hann heldur áfram að spila eins og hann gerði í dag.

Shaqiri, sem skoraði þó ekki í leiknum, ræddi við íslenska blaðamenn eftir leikinn.

„Þetta var mjög gott, við erum stoltir að hafa spilað svona. Við vorum með yfirburði í 90 mínútur, við fengum ekki á okkur mark og skoruðum sex. Þetta var fullkomið," sagði Shaqiri.

„Það vantaði leikmenn hjá Íslandi en við vissum að Ísland er góður andstæðingur, þeir eru með gott lið. Við vissum hvernig þeir myndu spila, en við spiluðum leik okkar frábærlega."

„Við fengum færi til að skora fleiri mörk, það er rétt. Við áttum skilið að vinna."

Gleymir aldrei 4-4 jafnteflinu
Ísland hefur núna tapað sex sinnum og gert eitt jafntefli gegn Sviss. Jafnteflisleikurinn er mjög eftirminnilegur, 4-4 þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu. Shaqiri spilaði leikinn í Bern.

„Ég gleymi aldrei þessum leik. Þetta var mjög sérstakur leikur fyrir Ísland," sagði Shaqiri.

„Ísland átti ekki sinn besta dag og við áttum mjög góðan dag. Þegar við erum á okkar degi er mjög erfitt að stoppa okkur."
Athugasemdir