„Þetta er eins og við viljum hafa þetta en 6 -1 það eru náttúrlega ótrúlegar tölur og ég held ég hafi aldrei upplifað neitt eins og hvernig við byrjuðum þennan seinni hálfleik" sagði kátur Guðmundur Steinn Hafsteinsson sem skoraði tvö mörk í 6 - 1 sigri Stjörnunnar á Fjölni.
Lestu um leikinn: Stjarnan 6 - 1 Fjölnir
„Þetta var járn í járn í fyrri hálfleik og jafntefli bara fint í hálfleik. Svo gerist eitthvað en ég get ekki skýrt það. Við förum yfir hluti sem við viljum gera inn í klefa í hálfleiknum og ákváðum að skerpa á því. Það er ekki eitthvað eitt sem orsakar það að við skorum allt í einu fimm mörk á færibandi."
„Andinn í liðinu er bara þannig að við vitum að ef við finnum okkar takt að þá getum við gert svona hluti og það gerðist í dag."
„Ég fékk að hanga upp í eftstu línunni í lokin og var að leita að þriðja markinu en það bara tókst ekki."
Nánar er rætt við Guðmund Stein í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























