
„Við stefndum ekki á það að tapa 4-0 í fyrsta leik. Það er hægt að telja upp fullt af hlutum sem fór úrskeiðis. Ég nenni því nú ekki hér. Ég var óánægðastur með skort á trú og hvað margir leikmenn okkar fóru inn í skelina," sagði Jóhann Kristinn þjálfari Þór/KA eftir 4-0 tap gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 0 Þór/KA
Stjarnan fengu kannski ekki mörg færi í leiknum en nýttu þau færi vel.
„Þetta eru þær sem þær gera. Þær eru með bestu framlínuna í deildinni og þetta er ekkert óvænt að þær skori úr færunum sínum sem þær fá."
„Þessi leikur gaf kannski ekki sérstaklega skemmtilega mynd af því sem hefur verið að gerast undanfarnar vikur hjá okkur. Við fengum líka alvöru test í fyrstu umferð, þetta er eitt allra besta lið á landinu. Það er ekkert bilað en við skríðum saman og komum upp með hausinn útúr þessu. Margar stóðu sig mjög vel en gæðin fram á við hjá Stjörnunni unnu leikinn 4-0."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir