Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 11. júlí 2019 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þessi leikur gefur okkur helling
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Ólsara í heimsókn á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar flautað var til leiks í 11.Umferð Inkasso deildar karla.
Fyrir leik var ekki búist við miklu frá heimamönnum í Njarðvík en þeir áttu svo sannarlega eftir að minna á sig.

Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Einfaldlega bara frábær leikur í dag, vorum bara virkilega góðir og bara frá fyrstu mínútu og fram að síðustu vorum við bara miklu, miklu, miklu betri." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik en þessi sigur var langþráður.

„Já við vorum búnir að vera bíða eftir sigri lengi og bara stigum yfir höfuð og verið smá dal en í dag komum við bara virkilega sterkir og kröftugir, allir leikmenn voru á fullu allan tímann og börðust um hvern einasta bolta og það er það sem hefur kannski vantað undanfarið að fara á fullu í alla botla og annað og bara eins og sást í dag þá fengum við urmul af færum og urmul af sénsum til að skora og hefðum auðveldlega getað verið 4-0 yfir í hálfleik."

Lið Njarðvíkur var nokkuð breytt í þessum leik frá síðustu leikjum en margir fastamenn höfðu dottið á bekkinn fyrir leikinn í dag.
„Við höfum ekki veirð að fá stig og vinna leiki og við ákváðum að taka ákveðnar breytingar á liðinu og breytum áherslum líka í dag og komum af miklu meiri krafti inn í leikinn og sóttum þessi þrjú stig."


Mótið er núna hálfnað og því ekki úr vegi að spyrja hvernig Rafn Markús metur möguleikana til framtíðar.
„Mótið er hálfnað og við ætlum okkur að halda áfram, við erum búnir að vera styrkja liðið og styrkja okkar leikmenn sem voru fyrir og viljum bæta liðið okkar og erum virkilega sátir við stöðuna eins og hún er eins og staðan er í dag akkúrat en búnir að vera erfiðir tímar undanfarið það er augljóst en við viljum halda þessu áfram að koma af svona krafti í leiki þá erum við að fara ná í helling af stigum , við viljum samt ekki að gleyma okkur og verðum að passa okkur á því að þetta er einn leikur en þessi leikur gefur okkur helling afþví að þetta er leikur sem að við lögðum aðra þætti upp og þeir gengu fullkomnlega upp frá fyrstu mínútu til síðustu og Ólafsvíkingar áttu bara enginn svör.

Nánar er rætt við Rafn Markús Vilbergsson þjáfara Njarðvíkur í klippunni fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner