Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég held að við séum að mörgu leyti í betri stöðu en Þýskaland"
Icelandair
Frá æfingu Íslands í vikunni.
Frá æfingu Íslands í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir, leikmenn Íslands.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir, leikmenn Íslands.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska landsliðið mætir Þýskalandi á morgun í undankeppni EM 2025, en með sigri tryggir liðið sig inn á lokakeppni EM í Sviss á næsta ári.

Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025, en Ísland er með þriggja stiga forskot á Austurríki. Þar sem Ísland er með betri árangur en Austurríki í innbyrðis viðureignum þá nægir Íslandi þrjú stig í síðustu tveimur leikjunum.

Hópurinn kom allur saman fyrr í þessari viku en þetta er skrítinn gluggi gagnvart stöðu leikmanna; hvar þær eru staddar varðandi keppni og æfingar. Leikmenn sem eru að spila í stærstu deildum Evrópu eru að koma úr sumarfríi en svo eru leikmenn sem eru að spila á Íslandi og í Svíþjóð í fullu fjöri.

Staðan á leikmönnum er mismunandi en Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er ánægður með standið á leikmannahópnum.

„Það eru allar heilar og allar klárar. Það hefur gengið vel. Stelpurnar voru búnar að æfa eitthvað áður en þær komu hingað. Ég held að við séum að mörgu leyti í betri stöðu en Þýskaland (þar sem svo gott sem allir þeirra leikmenn eru að koma úr sumarfríi). Það eru líka leikmenn hjá okkur sem eru að spila í deildarkeppni. Þetta er bara fínt eins og staðan er núna. Þetta lítur vel út þrátt fyrir að þetta sé ekki draumatímasetning fyrir alla," sagði Þorsteinn.

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, er tiltölulega nýbyrjuð að æfa aftur eftir sumarfrí. Hún er á mála hjá þýska stórveldinu Bayern München.

„Það hefur gengið fínt. Við fengum ágætis frí í júní, byrjuðum svo að æfa sjálfar í lok júní og svo úti með Bayern 1. júlí. Mér líður fínt. Maður þarf ekki alveg níu mánaða undirbúningstímabil eins og er á Íslandi," sagði Glódís.

„Ég held að við séum allar í góðu standi. Maður missir ekki formið sitt niður á tveimur vikum. Við erum klárar í þetta. Það er ný upplifun að mæta beint í gríðarlega mikilvæga leiki með landsliðinu og það gíraði mig bara í gang í byrjun undirbúningstímabilsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner