Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   þri 06. ágúst 2024 19:44
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Jafnt hjá Dortmund og Villarreal - Soulé skoraði
Mynd: EPA
Mynd: Roma
Það fóru nokkrir æfingaleikir fram í dag þar sem sterk lið úr ítalska, spænska, þýska og sádi-arabíska boltanum komu við sögu.

Borussia Dortmund spilaði 120 mínútna leik við Villarreal og komust Spánverjarnir í tveggja marka forystu þökk sé mörkum frá Ramon Terrats og Denis Suárez.

Englendingurinn efnilegi Jamie Bynoe-Gittens minnkaði muninn áður en Marcel Sabitzer jafnaði metin á 107. mínútu og urðu lokatölur 2-2.

AS Roma skoraði þá fjögur mörk gegn enska C-deildarliðinu Barnsley, þar sem nýliðarnir Enzo Le Fée og Matias Soulé komust báðir á blað.

Að lokum skoruðu Brasilíumennirnir Roger Ibanez og Roberto Firmino sitthvort markið í 3-3 jafntefli Al-Ahli gegn Grazer frá Austurríki.

Dortmund 2 - 2 Villarreal
0-1 Ramon Terrats ('30)
0-2 Denis Suarez ('49)
1-2 Jamie Bynoe-Gittens ('72)
2-2 Marcel Sabitzer ('107)

Barnsley 0 - 4 Roma
0-1 Enzo Le Fee ('2)
0-2 Niccolo Pisilli ('65)
0-3 Paulo Dybala ('69)
0-4 Matias Soule ('83)

Grazer AK 3 - 3 Al-Ahli
1-0 T. Cipot ('16)
1-1 Roger Ibanez ('16)
2-1 M. Cheukoua ('45+2, víti)
3-1 A. Zaizen ('55)
3-2 F. Al-Rashidi ('75)
3-3 Roberto Firmino ('82)
Athugasemdir
banner
banner
banner