Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   mán 05. ágúst 2024 16:00
Sölvi Haraldsson
Verður Ivan Toney áfram hjá Brentford?
Ivan Toney gæti farið frá Brentford eftir tímabilið.
Ivan Toney gæti farið frá Brentford eftir tímabilið.
Mynd: Getty Images

Ivan Toney hefur verið orðaður við mörg stórlið á Englandi, m.a. Manchester United og Arsenal. En núna segir sagan að Toney muni vera áfram hjá Brentford á komandi tímabili en fara svo eitthvert annað.


Brentford vilja alls ekki missa enska landsliðsmanninn en þeir meta hann á rúmar 100 milljónir punda sem fá lið eru tilbúin að borga til þess að fá hann.

Ivan Toney á eitt ár eftir af samningum sínum og það gæti mögulega leitt lið til þess að bíða þangað til eftir tímabil. Þá geta liðin fengið hann á frjálsri sölu í stað þess að borga 100 milljónir núna.

‚Ivan er leikmaður Brentford og þannig hugsa ég um Ivan. Ef hann heldur áfram hér hjá Brentford verð ég himinlifandi.‘ sagði Thomas Frank , stjóri Brentford, um Ivan Toney á dögunum.

Toney kom til Brentford frá Peterborough í september árið 2020. Þá var hann að spila í C deildinni og var með meira en mark í öðrum hvorum leik í öllum keppnum.

Hjá Brentford hefur hann spilað 141 leik og skorað í þeim 72 mörk í öllum keppnum en hann er fyrirliði liðsins í dag. 

Það verður fróðlegt að sjá hvað bæði Toney en líka liðin sem eru á eftir honum gera fyrst hann á eitt ár eftir af samningnum sínum.

Í dag snéri hann til baka á æfingarsvæðið eftir Evrópumótið í sumar og hitti liðsfélaga sína og starfsteymi Brentford. Menn tóku fagnandi á móti fyrirliðanum.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 3 3 0 0 9 2 +7 9
2 Liverpool 3 3 0 0 7 0 +7 9
3 Brighton 3 2 1 0 6 2 +4 7
4 Arsenal 3 2 1 0 5 1 +4 7
5 Newcastle 3 2 1 0 4 2 +2 7
6 Brentford 3 2 0 1 5 4 +1 6
7 Aston Villa 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Bournemouth 3 1 2 0 5 4 +1 5
9 Nott. Forest 3 1 2 0 3 2 +1 5
10 Tottenham 3 1 1 1 6 3 +3 4
11 Chelsea 3 1 1 1 7 5 +2 4
12 Fulham 3 1 1 1 3 3 0 4
13 West Ham 3 1 0 2 4 5 -1 3
14 Man Utd 3 1 0 2 2 5 -3 3
15 Leicester 3 0 1 2 3 5 -2 1
16 Crystal Palace 3 0 1 2 2 5 -3 1
17 Ipswich Town 3 0 1 2 2 7 -5 1
18 Wolves 3 0 1 2 3 9 -6 1
19 Southampton 3 0 0 3 1 5 -4 0
20 Everton 3 0 0 3 2 10 -8 0
Athugasemdir
banner
banner
banner