Atletico Madrid hefur boðið í Julian Alvarez, framherja Man City. Samu Omorodion framherji spænska liðsins gæti farið til Chelsea.
Fabrizio Romano greinir frá því að Atletico hafi boðið Man City 75 milljónir evra fyrir Alvarez sem gekk til liðs við City frá River Plate árið 2022. Hann hefur 103 leiki fyrir félagið og skorað 36 mörk.
Chelsea hefur boðið Atletico 35 milljónir punda fyrir Omorodion sem er tvítugur spænskur sóknarmaður en hann er í landsliðshópi Spánar á Ólympíuleikunum.
Atletico er tilbúið að samþykkja tilboðið ef félaginu tekst að næla í Alvarez.
Athugasemdir