Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 06. ágúst 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Telur að Savinho fái stærra hlutverk hjá City en áætlað var
Savinho ræðir við fjölmiðlamenn.
Savinho ræðir við fjölmiðlamenn.
Mynd: Getty Images
Simon Stone fréttastjóri fótboltafrétta hjá breska ríkisútvarpinu telur að hlutverk Savinho á hans fyrsta tímabili hjá Manchester City verði stærra en upphaflega var talið.

Ástæðan sé sala City á argentínska sóknarmanninum Julian Alvarez en búið er að samþykkja tilboð frá Atletico Madrid.

Hinn tvítugi Savinho var keyptur frá Troyes á 30,8 milljónir punda frá Troyes. Hans aðalstaða er hægri kantur en hann getur leyst allar sóknarstöðurnar.

„Brotthvarf Alvarez gæti þýtt að Savinho fái meiri spiltíma en upphaflega var býst við. Þetta gæti líka knúið Pep Guardiola ti lað styrkja leikmannahóp sinn sem stefnir á að vinna enska meistaratitilinn fimmta tímabilið í röð," segir Stone.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner