Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 06. ágúst 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Villi Alvar dæmir með VAR dómara sem gerði fræg mistök í leik hjá Liverpool
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskt dómarateymi verður að störfum á viðureign írska liðsins St. Patrick´s Athletic og Sabah frá Aserbaídsjan. Liðin mætast í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar í Dublin á fimmtudag.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn, Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson verða aðstoðardómarar og Helgi Mikael Jónasson fjórði dómari.

Notast verður við VAR í leiknum. Myndbandsdómarar leiksins koma frá Englandi, þeir Darren England og Neal Davies.

Darren England var VAR dómari í umtöluðum leik Tottenham og Liverpool á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Mark sem Liverpool skoraði og var löglegt var ranglega dæmt ógilt. Dómararnir klúðruðu því að láta ekki mark Luis Díaz standa en ranglega hafði verið flögguð rangstaða. Dómarasambandið bað Liverpool afsökunar og sagði að um mannleg mistök hafi verið að ræða.

Athugasemdir
banner
banner
banner