Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   mið 07. ágúst 2024 10:04
Elvar Geir Magnússon
Vestri sækir danskan markvörð vegna meiðsla Sveins (Staðfest)
Benjamin Schubert.
Benjamin Schubert.
Mynd: Vestri
Markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson, sem gekk nýlega í raðir Vestra, varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu á mánudaginn og verður því frá út tímabilið.

Sveinn var fenginn frá Val til að fylla skarð Marvins Darra sem hafði verið varamarkvörður liðsins en hann er að setjast á skólabekk.

„Við óskum Sveini góðan bata og hlökkum til sjá hann sem fyrst á vellinum aftur," segir í tilkynningu Vestra en félagið hefur þegar fengið inn nýjan markvörð.

Sá er danskur og heitir Benjamin Schubert. Hann er með reynslu úr fyrstu og annari deild í Danmörku og efstu deild í Færeyjum. Á síðasta tímabili lék hann með B68 í Tóftum í færeysku Betri deildinni.

Vestri situr í neðsta sæti Bestu deildarinnar en getur komið sér upp úr fallsæti með því að vinna ÍA á heimavelli sínum í kvöld. Hinn sænski William Eskelinen er aðalmarkvörður Vestra.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner