Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 15:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
'Here we go!' á Zirkzee til Man Utd - Borga meira en riftunarverðið
Joshua Zirkzee.
Joshua Zirkzee.
Mynd: EPA
Munu Zirkzee og Höjlund spila saman frammi?
Munu Zirkzee og Höjlund spila saman frammi?
Mynd: Getty Images
Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því á X í dag að samkomulag milli Manchester United og Bologna sé í höfn varðandi kaup enska félagsins á Joshua Zirkzee sem spilað hefur með Bologna síðustu tvö tímabil. Romano hefur komið með 'Here we go!' stimpilinn sinn á félagaskiptin.

Hollenski framherjinn skrifar undir samning sem gildir fram á sumarið 2029 og er möguleiki á ári til viðbótar. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem United kaupir eftir að INEOS komu inn í félagið.

Romano greinir þá frá því að United sé ekki að virkja riftunarákvæði í samningi Zirkzee með því að borga ákveðna upphæð, heldur er enska félagið að greiða hærri upphæð en mun dreifa greiðslunum yfir þriggja ára tímabil.

Kaupverðið verður allt í allt rétt rúmlega 40 milljónir evra fyrir þennan 23 ára framherja sem uppalinn er í Hollandi en hóf atvinnumannaferilinn hjá Bayern Munchen í Þýskalandi. Hann hefur leikið með Bayern, Parma, Anderlecht og Bologna á sínum ferli.

Hann var hluti af hollenska hópnum á EM en var í mjög takmörkuðu hlutverki. Hann á að baki tvo A-landsleiki.

United er þessa dagana sterklega orðað við Matthijs de Ligt, Jarrad Brantwhaite, Manuel Ugarte og Leny Yoro.

Athugasemdir
banner
banner
banner