Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rafa Marín til Napoli (Staðfest) - Buongiorno næstur inn
Mynd: EPA
Spænski miðvörðurinn Rafa Marín er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Napoli eftir að hafa gert flotta hluti á láni hjá Alavés á síðustu leiktíð.

Marín, 22 ára, er uppalinn hjá Real Madrid og var mikilvægur hlekkur fyrir varalið félagsins áður en hann var lánaður til Alavés.

Marín er partur af U21 landsliði Spánverja og á í heildina 21 leik að baki fyrir yngri landsliðin.

Hann er annar leikmaðurinn sem Napoli fær í sumar eftir að Leonardo Spinazzola kom til félagsins á frjálsri sölu frá Roma.

Napoli greiðir um 12 milljónir evra fyrir Marín og heldur Real Madrid endurkaupsrétti á leikmanninum, sem hljóðar upp á 25 til 35 milljónir evra.

Þá er félagið einnig að krækja í Alessandro Buongiorno frá Torino en hann mun kosta um 38 milljónir evra. Antonio Conte, nýr þjálfari Napoli, er gríðarlega hrifinn af Buongiorno og hefur sett kaup á leikmanninum í forgang.


Athugasemdir
banner
banner