Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
   fim 11. júlí 2024 16:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Nistelrooy og Rene Hake nýir aðstoðarþjálfarar Man Utd (Staðfest)
Rene Hoek og Ruud van Nistelrooy.
Rene Hoek og Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Man Utd
Manchester United hefur staðfest ráðningar Rene Hake og Ruud van Nistelrooy í þjálfarateymi Erik ten Hag.

Báðir verða þeir aðstoðarþjálfarar Ten Hag og skrifa undir samninga sem gilda til 2026.

„Ég er hæstánægður að Rene og Ruud hafi samþykkt að koma inn í okkar verkefni. Þeir koma inn með mikla reynslu, þekkingu og orku inn í starfsliðið. Það er góður tími núna að fríska upp á þjálfarateymið," segir Ten Hag, stjóri United.

Van Nistelrooy þekkir Man Utd vel eftir að hafa spilað og skorað mikið fyrir félagið á sínum tíma. Hinn 47 ára gamli Van Nistelrooy stýrði síðast PSV Eindhoven og gerði liðið að hollenskum bikarmeistara. Hann var þar áður aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins.

Hake var síðast þjálfari Go Ahead Eagles í Hollandi. Þar hefur hann þjálfað íslenska landsliðsmanninn Willum Þór Willumsson.

Steve McClaren og Darren Fletcher verða áfram í þjálfarateyminu en Mitchell van der Gaag og Benni McCarthy eru farnir annað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner