Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   lau 12. júlí 2025 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sölvi Snær spilaði með aðalliði LASK - Sigur hjá Willum gegn Sevilla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Sölvi Snær Ásgeirsson kom við sögu þegar austurríska liðið LASK vann Trecin frá Slóvakíu 7-1 í æfingaleik í dag.

Sölvi gekk til liðs við LASK á láni frá Grindavík í lok síðasta mánaðar en austurríska félagið er með forkaupsrétt.

Hann kom inn á eftir rúmlega klukkutíma leik. Hann var í lykilhlutverki í sumar hjá Grindavík áður en hann hélt út. Þá á hann 12 unglingalandsleiki að baki.

WIllum Þór Willumsson spilaði fyrri hálfleikinn þegar Birmingham vann Sevilla 3-1. Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópnum.

Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði seinni hálfleikinn þegar Dusseldorf tapaði 3-1 gegn BW Linz frá Austurríki.
Athugasemdir
banner