Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
   fös 13. september 2024 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Péturs: Kominn tími á hana að hitta hann almennilega með vinstri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara fínt, þrjú stig og beint heim. Ég er sammala að við hefðum getað nýtt fleiri færi, en það er líka ágætt að vinna 1-0 og fá ekki mark á sig," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigur á Þór/KA í kvöld.

„Ég man ekki eftir neinu færi sem Þór/KA fékk í dag sem er ólíkt þeim - að Sandra skuli ekki fá færi. Mér fannst við loka vel á þær. Ég get eiginlega ekki skýrt það út: ef Sandra skorar ekki, þá ætla ég að segja að það hafi verið lokað á hana."

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

Þetta er í annað sinn í sumar sem Valur kemur norður til Akureyrar og vinnur sigur. Fyrri sigurinn var reyndar talsvert dramatískari þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.

„Ég hef sagt það margoft áður að leikir Vals og Þórs/KA eru drullugóðir og hafa alltaf verið. Við erum alltaf sátt þegar við vinnum leikinn."

„Það er kannski ekkert skrítið að Anna Rakel skoraði, það var kominn tími fyrir hana að hitta hann með vinstri einhvern tímann, almennilega,"
sagði Pétur og hló.

Næsti leikur Vals verður gegn FH eftir níu daga og segir Pétur hvíldina kærkomna. Hann ræðir um Meistaradeildina og fjarveru Ragnheiðar Þórunnar í vitðalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner