Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
banner
   fös 13. september 2024 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Péturs: Kominn tími á hana að hitta hann almennilega með vinstri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara fínt, þrjú stig og beint heim. Ég er sammala að við hefðum getað nýtt fleiri færi, en það er líka ágætt að vinna 1-0 og fá ekki mark á sig," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigur á Þór/KA í kvöld.

„Ég man ekki eftir neinu færi sem Þór/KA fékk í dag sem er ólíkt þeim - að Sandra skuli ekki fá færi. Mér fannst við loka vel á þær. Ég get eiginlega ekki skýrt það út: ef Sandra skorar ekki, þá ætla ég að segja að það hafi verið lokað á hana."

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

Þetta er í annað sinn í sumar sem Valur kemur norður til Akureyrar og vinnur sigur. Fyrri sigurinn var reyndar talsvert dramatískari þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.

„Ég hef sagt það margoft áður að leikir Vals og Þórs/KA eru drullugóðir og hafa alltaf verið. Við erum alltaf sátt þegar við vinnum leikinn."

„Það er kannski ekkert skrítið að Anna Rakel skoraði, það var kominn tími fyrir hana að hitta hann með vinstri einhvern tímann, almennilega,"
sagði Pétur og hló.

Næsti leikur Vals verður gegn FH eftir níu daga og segir Pétur hvíldina kærkomna. Hann ræðir um Meistaradeildina og fjarveru Ragnheiðar Þórunnar í vitðalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner