Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   fös 13. september 2024 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Péturs: Kominn tími á hana að hitta hann almennilega með vinstri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara fínt, þrjú stig og beint heim. Ég er sammala að við hefðum getað nýtt fleiri færi, en það er líka ágætt að vinna 1-0 og fá ekki mark á sig," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigur á Þór/KA í kvöld.

„Ég man ekki eftir neinu færi sem Þór/KA fékk í dag sem er ólíkt þeim - að Sandra skuli ekki fá færi. Mér fannst við loka vel á þær. Ég get eiginlega ekki skýrt það út: ef Sandra skorar ekki, þá ætla ég að segja að það hafi verið lokað á hana."

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

Þetta er í annað sinn í sumar sem Valur kemur norður til Akureyrar og vinnur sigur. Fyrri sigurinn var reyndar talsvert dramatískari þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.

„Ég hef sagt það margoft áður að leikir Vals og Þórs/KA eru drullugóðir og hafa alltaf verið. Við erum alltaf sátt þegar við vinnum leikinn."

„Það er kannski ekkert skrítið að Anna Rakel skoraði, það var kominn tími fyrir hana að hitta hann með vinstri einhvern tímann, almennilega,"
sagði Pétur og hló.

Næsti leikur Vals verður gegn FH eftir níu daga og segir Pétur hvíldina kærkomna. Hann ræðir um Meistaradeildina og fjarveru Ragnheiðar Þórunnar í vitðalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner