„Þetta er bara fínt, þrjú stig og beint heim. Ég er sammala að við hefðum getað nýtt fleiri færi, en það er líka ágætt að vinna 1-0 og fá ekki mark á sig," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigur á Þór/KA í kvöld.
„Ég man ekki eftir neinu færi sem Þór/KA fékk í dag sem er ólíkt þeim - að Sandra skuli ekki fá færi. Mér fannst við loka vel á þær. Ég get eiginlega ekki skýrt það út: ef Sandra skorar ekki, þá ætla ég að segja að það hafi verið lokað á hana."
„Ég man ekki eftir neinu færi sem Þór/KA fékk í dag sem er ólíkt þeim - að Sandra skuli ekki fá færi. Mér fannst við loka vel á þær. Ég get eiginlega ekki skýrt það út: ef Sandra skorar ekki, þá ætla ég að segja að það hafi verið lokað á hana."
Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 1 Valur
Þetta er í annað sinn í sumar sem Valur kemur norður til Akureyrar og vinnur sigur. Fyrri sigurinn var reyndar talsvert dramatískari þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.
„Ég hef sagt það margoft áður að leikir Vals og Þórs/KA eru drullugóðir og hafa alltaf verið. Við erum alltaf sátt þegar við vinnum leikinn."
„Það er kannski ekkert skrítið að Anna Rakel skoraði, það var kominn tími fyrir hana að hitta hann með vinstri einhvern tímann, almennilega," sagði Pétur og hló.
Næsti leikur Vals verður gegn FH eftir níu daga og segir Pétur hvíldina kærkomna. Hann ræðir um Meistaradeildina og fjarveru Ragnheiðar Þórunnar í vitðalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir