Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 15. maí 2019 14:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 10. sæti: West Ham
Lukasz Fabianski var valinn bestur hjá West Ham.
Lukasz Fabianski var valinn bestur hjá West Ham.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini stýrði West Ham í 10. sætið á sínu fyrsta tímabili með liðið.
Manuel Pellegrini stýrði West Ham í 10. sætið á sínu fyrsta tímabili með liðið.
Mynd: Getty Images
Felipe Anderson var mjög góður í vetur.
Felipe Anderson var mjög góður í vetur.
Mynd: Getty Images
Marko Arnautovic skoraði mest, tíu mörk.
Marko Arnautovic skoraði mest, tíu mörk.
Mynd: Getty Images
Fyrirliði West Ham, Mark Noble skoraði fimm og lagði upp fimm.
Fyrirliði West Ham, Mark Noble skoraði fimm og lagði upp fimm.
Mynd: Getty Images
Declan Rice er spennandi leikmaður.
Declan Rice er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að renna yfir gengi West Ham í vetur.

West Ham náði 10. sætinu í ár, sem verður að teljast sem fínasti árangur. Liðið byrjaði mjög illa og tapaði fyrstu fjórum deildarleikjunum, þrátt fyrir þessa slæmu byrjun unnu þeir fleiri leiki fyrir áramót en þeir gerðu eftir áramót. Þeir náðu í átta sigra fyrir áramótin en sjö eftir áramótin, West Ham endaði tímabilið á frábærum 1-4 útisigri á Watford.

Hinn reynslumikli stjóri, Manuel Pellegrini fyrrum stjóri Manchester City var ráðinn til West Ham fyrir tímabilið, hann keypti vel inn fyrir tímabilið. Felipe Anderson var einn af þeim sem kom til West Ham síðasta sumar, Anderson er dýrasti leikmaður í sögu West Ham og hann náði að skila sínu vel inná vellinum í vetur.

Þetta er besti árangur West Ham síðan tímabilið 2015/16, þá náðu þeir í 62 stig og tóku 7. sætið. Síðasta tímabil var hins vegar mjög slæmt þá fékk liðið aðeins 42 stig, þeir enduðu því með 10 stigum meira þetta tímabilið en þeir gerðu í fyrra.

Besti leikmaður West Ham á tímabilinu:
Pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski var mjög traustur í markinu hjá West Ham í vetur og var valinn besti leikmaður tímabilsins. Fabianski hélt markinu sjö sinnum hreinu í 38 leikjum og átti nokkrar glæsilegar vörslur. Enginn markvörður varði fleiri skot í vetur en Fabianski sem varði 148 skot.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Marko Arnautovic: 10 mörk.
Felipe Anderson: 9 mörk.
Chicharito: 7 mörk.
Michail Antonio: 6 mörk.
Mark Noble: 5 mörk.
Lucas Perez: 3 mörk.
Declan Rice: 2 mörk.
Robert Snodgrass: 2 mörk.
Andriy Yarmolenko: 2 mörk.
Fabián Balbuena: 1 mark.
Issa Diop: 1 mark.
Ryan Fredericks: 1 mark.
Manuel Lanzini: 1 mark.
Angelo Ogbonna: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Mark Noble: 5 stoðsendingar.
Robert Snodgrass: 5 stoðsendingar.
Michail Antonio: 4 stoðsendingar.
Marko Arnautovic: 4 stoðsendingar.
Felipe Anderson: 4 stoðsendingar.
Samir Nasri: 2 stoðsendingar.
Aaron Cresswell: 1 stoðsending.
Grady Diangana: 1 stoðsending.
Chicharito: 1 stoðsending.
Manuel Lanzini: 1 stoðsending.
Arthur Masuaku: 1 stoðsending.
Pedro Obiang: 1 stoðsending.
Angelo Ogbonna: 1 stoðsending.
Jack Wilshere: 1 stoðsending.
Pablo Zabaleta: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Lukasz Fabianski: 38 leikir.
Felipe Anderson: 36 leikir.
Declan Rice: 34 leikir.
Michail Antonio: 33 leikir.
Issa Diop: 33 leikir.
Robert Snodgrass: 33 leikir.
Mark Noble: 31 leikur.
Marko Arnautovic: 28 leikir.
Pablo Zabaleta: 26 leikir.
Chicharito: 25 leikir.
Pedro Obiang: 24 leikir.
Angelo Ogbonna: 24 leikir.
Fabián Balbuena: 23 leikir.
Arthur Masuaku: 23 leikir.
Aaron Cresswell: 20 leikir.
Grady Diangana: 17 leikir.
Ryan Fredericks: 15 leikir.
Lucas Pérez: 15 leikir.
Andy Carroll: 12 leikir.
Manuel Lanzini: 10 leikir.
Andriy Yarmolenko: 9 leikir.
Jack Wilshere: 8 leikir.
Carlos Sánchez: 7 leikir.
Samir Nasri: 5 leikir.
Xande Silva: 1 leikur.
Ben Johnson: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörnin var sæmileg, ekkert frábær. West Ham fékk á sig 55 mörk í vetur.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Felipe Anderson sem kom til West Ham síðasta sumar var mjög góður á sínu fyrsta tímabili og skoraði níu mörk og lagði upp fjögur, hann skoraði hæst af leikmönnum West Ham í Fantasy leiknum vinsæla, Anderson fékk 155 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net West Ham fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði West Ham 8. sætinu fyrir tímabilið, það gekk ekki eftir. West Ham var þó ekki langt frá því að enda þar, það munaði aðeins tveimur stigum á 8. sætinu og 10. sætinu þar sem West Ham endaði.

Spáin fyrir enska - 8. sæti: West Ham

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá West Ham á tímabilinu
Pellegrini: Þessi byrjun er ekki slæm heldur mjög slæm
England: Vandræði United halda áfram
England: Fjórði sigur West Ham í röð
Declan Rice fær mikið hrós frá fyrirliðanum
Arnautovic áfram hjá West Ham (Staðfest)
Pellegrini segir að Klopp sé vanur að vinna á rangstöðumörkum
Anderson ánægður með lífið hjá West Ham
England: West Ham vann á nýjum leikvangi Tottenham

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10. West Ham
11. sæti Watford
12. sæti Crystal Palace
13. sæti Newcastle
14. sæti Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner