Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 17. júlí 2021 19:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir mjög óánægður: Tveir leikmenn sem sýndu þessu áhuga
Heimir Guðjóns
Heimir Guðjóns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kaj Leo skoraði mark Vals í leiknum.
Kaj Leo skoraði mark Vals í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
´„Mér líður ekkert vel eins og alltaf eftir tapleiki. Við getum huggað okkur við það að við áttum ekkert skilið úr þessum leik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, sýnilega mjög óánægður eftir tap gegn ÍA í dag.

Umhugsunarefni hvað við vorum slakir
„Við vorum næstbestir á vellinum og þetta var vel vel upplagður leikur hjá Jóa Kalla. Við vorum aldrei klárir og þegar þú mætir á Akranes og ert ekki klár í þessa grunnvinnu sem þarf að eiga sér stað í fótbolta þá gerist ekki mikið. Við fengum á okkur tíu hornspyrnur í leiknum og umhugsunarefni hvað við vorum slakir varnarlega, langt frá mönnunum okkar og slakir í seinni boltunum. Umhugsunar efni hvað við vorum slakir sóknarlega, lítil boltalaus hreyfing og við vorum fyrirsjáanlegir. Það er eitt og annað sem þarf að fara yfir eftir þennan leik."

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Valur

Virkar ekki þannig í fótbolta
Það mátti ekki sjá að Valsmenn væru topplið deildarinnar og ríkjandi Íslandsmeistarar. Þeir léku gegn Dinamo Zagreb í vikunni, fannst Heimir menn vera þreyttir eftir þann leik?

„Nei, við getum ekki verið þreyttur. Sá leikur var á þriðjudegi og það er meira en nógur tími til að hvíla sig. Við erum ekki að fara nota það sem afsökun. Það getur vel verið að einhverjir vilji nota einhver utanaðkomandi áhrif sem afsakanir en það virkar ekki þannig í fótbolta."

Get ekki ímyndað mér það
Heimir var spurður hvort það hlyti ekki að vera auðvelt að keyra menn í gang fyrir næsta leik eftir svona slaka frammistöðu.

„Ég get ekki ímyndað mér það, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að mótivera lið sem kemur á völlinn eins og við gerðum í dag. Mótivering í knattspyrnu kemur frá mönnum og menn þurfa að vera klárir að vinna ákveðna grunnvinnu."

Tveir leikmenn sem sýndu þessu áhuga
Var Heimir ósáttari við einhverja einstaka leikmenn eða allt liðið í heild?

„Það voru tveir leikmenn á vellinum sem sýndu þessu einhvern áhuga. Það voru Kaj Leo og Sverrir sem komu inn á og lögðu eitthvað í þennan leik," sagði Heimir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner