Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   lau 17. júlí 2021 19:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir mjög óánægður: Tveir leikmenn sem sýndu þessu áhuga
Heimir Guðjóns
Heimir Guðjóns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kaj Leo skoraði mark Vals í leiknum.
Kaj Leo skoraði mark Vals í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
´„Mér líður ekkert vel eins og alltaf eftir tapleiki. Við getum huggað okkur við það að við áttum ekkert skilið úr þessum leik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, sýnilega mjög óánægður eftir tap gegn ÍA í dag.

Umhugsunarefni hvað við vorum slakir
„Við vorum næstbestir á vellinum og þetta var vel vel upplagður leikur hjá Jóa Kalla. Við vorum aldrei klárir og þegar þú mætir á Akranes og ert ekki klár í þessa grunnvinnu sem þarf að eiga sér stað í fótbolta þá gerist ekki mikið. Við fengum á okkur tíu hornspyrnur í leiknum og umhugsunarefni hvað við vorum slakir varnarlega, langt frá mönnunum okkar og slakir í seinni boltunum. Umhugsunar efni hvað við vorum slakir sóknarlega, lítil boltalaus hreyfing og við vorum fyrirsjáanlegir. Það er eitt og annað sem þarf að fara yfir eftir þennan leik."

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Valur

Virkar ekki þannig í fótbolta
Það mátti ekki sjá að Valsmenn væru topplið deildarinnar og ríkjandi Íslandsmeistarar. Þeir léku gegn Dinamo Zagreb í vikunni, fannst Heimir menn vera þreyttir eftir þann leik?

„Nei, við getum ekki verið þreyttur. Sá leikur var á þriðjudegi og það er meira en nógur tími til að hvíla sig. Við erum ekki að fara nota það sem afsökun. Það getur vel verið að einhverjir vilji nota einhver utanaðkomandi áhrif sem afsakanir en það virkar ekki þannig í fótbolta."

Get ekki ímyndað mér það
Heimir var spurður hvort það hlyti ekki að vera auðvelt að keyra menn í gang fyrir næsta leik eftir svona slaka frammistöðu.

„Ég get ekki ímyndað mér það, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að mótivera lið sem kemur á völlinn eins og við gerðum í dag. Mótivering í knattspyrnu kemur frá mönnum og menn þurfa að vera klárir að vinna ákveðna grunnvinnu."

Tveir leikmenn sem sýndu þessu áhuga
Var Heimir ósáttari við einhverja einstaka leikmenn eða allt liðið í heild?

„Það voru tveir leikmenn á vellinum sem sýndu þessu einhvern áhuga. Það voru Kaj Leo og Sverrir sem komu inn á og lögðu eitthvað í þennan leik," sagði Heimir að lokum.
Athugasemdir
banner