Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   lau 17. júlí 2021 19:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir mjög óánægður: Tveir leikmenn sem sýndu þessu áhuga
Heimir Guðjóns
Heimir Guðjóns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kaj Leo skoraði mark Vals í leiknum.
Kaj Leo skoraði mark Vals í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
´„Mér líður ekkert vel eins og alltaf eftir tapleiki. Við getum huggað okkur við það að við áttum ekkert skilið úr þessum leik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, sýnilega mjög óánægður eftir tap gegn ÍA í dag.

Umhugsunarefni hvað við vorum slakir
„Við vorum næstbestir á vellinum og þetta var vel vel upplagður leikur hjá Jóa Kalla. Við vorum aldrei klárir og þegar þú mætir á Akranes og ert ekki klár í þessa grunnvinnu sem þarf að eiga sér stað í fótbolta þá gerist ekki mikið. Við fengum á okkur tíu hornspyrnur í leiknum og umhugsunarefni hvað við vorum slakir varnarlega, langt frá mönnunum okkar og slakir í seinni boltunum. Umhugsunar efni hvað við vorum slakir sóknarlega, lítil boltalaus hreyfing og við vorum fyrirsjáanlegir. Það er eitt og annað sem þarf að fara yfir eftir þennan leik."

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Valur

Virkar ekki þannig í fótbolta
Það mátti ekki sjá að Valsmenn væru topplið deildarinnar og ríkjandi Íslandsmeistarar. Þeir léku gegn Dinamo Zagreb í vikunni, fannst Heimir menn vera þreyttir eftir þann leik?

„Nei, við getum ekki verið þreyttur. Sá leikur var á þriðjudegi og það er meira en nógur tími til að hvíla sig. Við erum ekki að fara nota það sem afsökun. Það getur vel verið að einhverjir vilji nota einhver utanaðkomandi áhrif sem afsakanir en það virkar ekki þannig í fótbolta."

Get ekki ímyndað mér það
Heimir var spurður hvort það hlyti ekki að vera auðvelt að keyra menn í gang fyrir næsta leik eftir svona slaka frammistöðu.

„Ég get ekki ímyndað mér það, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að mótivera lið sem kemur á völlinn eins og við gerðum í dag. Mótivering í knattspyrnu kemur frá mönnum og menn þurfa að vera klárir að vinna ákveðna grunnvinnu."

Tveir leikmenn sem sýndu þessu áhuga
Var Heimir ósáttari við einhverja einstaka leikmenn eða allt liðið í heild?

„Það voru tveir leikmenn á vellinum sem sýndu þessu einhvern áhuga. Það voru Kaj Leo og Sverrir sem komu inn á og lögðu eitthvað í þennan leik," sagði Heimir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner