Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 17. júlí 2021 19:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir mjög óánægður: Tveir leikmenn sem sýndu þessu áhuga
Heimir Guðjóns
Heimir Guðjóns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kaj Leo skoraði mark Vals í leiknum.
Kaj Leo skoraði mark Vals í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
´„Mér líður ekkert vel eins og alltaf eftir tapleiki. Við getum huggað okkur við það að við áttum ekkert skilið úr þessum leik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, sýnilega mjög óánægður eftir tap gegn ÍA í dag.

Umhugsunarefni hvað við vorum slakir
„Við vorum næstbestir á vellinum og þetta var vel vel upplagður leikur hjá Jóa Kalla. Við vorum aldrei klárir og þegar þú mætir á Akranes og ert ekki klár í þessa grunnvinnu sem þarf að eiga sér stað í fótbolta þá gerist ekki mikið. Við fengum á okkur tíu hornspyrnur í leiknum og umhugsunarefni hvað við vorum slakir varnarlega, langt frá mönnunum okkar og slakir í seinni boltunum. Umhugsunar efni hvað við vorum slakir sóknarlega, lítil boltalaus hreyfing og við vorum fyrirsjáanlegir. Það er eitt og annað sem þarf að fara yfir eftir þennan leik."

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Valur

Virkar ekki þannig í fótbolta
Það mátti ekki sjá að Valsmenn væru topplið deildarinnar og ríkjandi Íslandsmeistarar. Þeir léku gegn Dinamo Zagreb í vikunni, fannst Heimir menn vera þreyttir eftir þann leik?

„Nei, við getum ekki verið þreyttur. Sá leikur var á þriðjudegi og það er meira en nógur tími til að hvíla sig. Við erum ekki að fara nota það sem afsökun. Það getur vel verið að einhverjir vilji nota einhver utanaðkomandi áhrif sem afsakanir en það virkar ekki þannig í fótbolta."

Get ekki ímyndað mér það
Heimir var spurður hvort það hlyti ekki að vera auðvelt að keyra menn í gang fyrir næsta leik eftir svona slaka frammistöðu.

„Ég get ekki ímyndað mér það, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að mótivera lið sem kemur á völlinn eins og við gerðum í dag. Mótivering í knattspyrnu kemur frá mönnum og menn þurfa að vera klárir að vinna ákveðna grunnvinnu."

Tveir leikmenn sem sýndu þessu áhuga
Var Heimir ósáttari við einhverja einstaka leikmenn eða allt liðið í heild?

„Það voru tveir leikmenn á vellinum sem sýndu þessu einhvern áhuga. Það voru Kaj Leo og Sverrir sem komu inn á og lögðu eitthvað í þennan leik," sagði Heimir að lokum.
Athugasemdir
banner