Kristófer Sigurgeirsson þjálfari Leiknis var kampakátur í leikslok en lið hans vann sinn fjórða leik í röð í kvöld gegn Þrótti
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 0 Þróttur R.
„Tilfinningin er bara góð - eins og þú segir þá eru þetta orðnir fjórir í röð og búnir að halda markinu hreinu núna þrjá leiki í röð og bara ótrúlega ánægður með þetta."
Gestirnir í Þrótti sóttu stíft í síðari hálfleiknum
„Já þeir lágu helvíti vel á okkur og eiginlega bara strax frá fyrstu sekúndu í síðari hálfleiknum."
„Voru strax komnir þarna í tvö dauðafæri en einhvern veginn hafði maður alltaf trú á þessu - þetta hefur svolítið verið stönginn hjá okkur upp á síðkastið og með Eyjó alveg í fantaformi í markinu þá skilum við þessu bara."
Sagði Kristófer um leikinn. Vegna tæknilegra örðugleika er því miður ekki hægt að birta síðari hluta viðtalsins. En þar talaði Kristófer meðal annars um það að Leiknisliðið hefði fundið sína fjöl að einhverju leyti eftir bikarleikinn við FH en síðan þá hefur liðið landað fjórum sigurleikjum í röð.
Athugasemdir
























