Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   fim 25. júlí 2024 21:43
Matthías Freyr Matthíasson
Addi Grétars: Þeir greinilega sáttir með jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Verður maður ekki að vera sáttur, kannski í ljósi stöðunnar að við missum mann útaf þegar það eru 10 mínútur eftir. Mér fannst þetta svoldið sérstakur leikur. Færin sem þeir skapa sér, okkar upplifun var að við værum klaufar, að skapa þetta sjálfir. En mér fannst við alveg skapa nóg til að skora eitt - tvö mörk í leiknum. sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 0 - 0 jafntefli við St.Mirren í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 St. Mirren

Ég átti kannski von á þeir myndu stíga hærra upp á okkur í stöðunni 11 á móti 10 en þeir voru greinilega sáttir með að kannski að fara bara með jafntefli. 

Ég hefði viljað fá markið en er ánægður með að við höldum hreinu en eins og ég átti von á að þetta yrði alvöru viðreign. Mér fannst við vera ofan á fótboltalega séð en það verður annar leikur úti og þar verðum við bara að eiga alvöru leik og ég tel okkur eiga bullandi séns ef við spilum góðan leik að fara áfram. Það held að sé alveg klárt.

Ég skoðaði tölfræðina í hálfleik og ég held að við höfum verið með tæp 60% með boltann í fyrri hálfleik þannig að við vorum töluvert meira með boltann en þeir. En það skiptir svo sem engu máli, það er það sem gerist á varnarþriðjung og sóknarþriðjung. Mér fannst við á köflum ekki að vera verjast nógu vel. 

Hvað geturu sagt um rauða spjaldið sem Aron Jóh fær?

Hann er nýkominn inn á og fær gult spjald og mér fannst það vera rétt hjá honum að taka gult þar. Við vorum búnir að vera með boltann og töpum boltanum og mér fannst það á þessum tímapunkti hárrétt og svo er hann bara óheppinn. Þarna kemur sending og hann fer eitthvað smá í hann, boltinn fer. Einhverjir dómarar hefðu kannski, því hann átti aldrei möguleika á boltanum (leikmaður St.Mirren) held ég. En það er ekkert hægt að segja við því. Hann (Aron) var ekkert eitthvað að öskra á þetta, held að hann hafi áttað sig á því að það væri alveg hægt að henda honum út af fyrir þetta.

Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan og meðal annars viðureignina sem fram fer í Skotlandi í næstu viku.


Athugasemdir
banner
banner