Í gær fór 18. umferð Bestu deildar kvenna fram í heild sinni en núna skiptist deildin í tvennt.
Það var dramatík í gær því Þróttur náði að koma sér upp í efri hlutann á síðustu stundu með sigri gegn Stjörnunni, sem fór þá í neðri hlutann. Sigurmarkið kom í uppbótartímanum.
Sterkasti leikmaður umferðarinnar
Sóley María Steinarsdóttir - Þróttur R.
Það var miðvörðurinn sem gerði sigurmarkið fyrir Þrótt og kom liðinu upp í efri hlutann og er hún því sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar. „Óli (Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar) kallar allt í einu á mig að fara fram og ég geri bara eins og Óli segir. Skelli mér fram og sé opnun á kantinum, kalla á hann í gegn og síðan var það eina sem ég hugsaði bara að skora," sagði Sóley við Vísi eftir leikinn.
Það var dramatík í gær því Þróttur náði að koma sér upp í efri hlutann á síðustu stundu með sigri gegn Stjörnunni, sem fór þá í neðri hlutann. Sigurmarkið kom í uppbótartímanum.
Sterkasti leikmaður umferðarinnar
Sóley María Steinarsdóttir - Þróttur R.
Það var miðvörðurinn sem gerði sigurmarkið fyrir Þrótt og kom liðinu upp í efri hlutann og er hún því sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar. „Óli (Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar) kallar allt í einu á mig að fara fram og ég geri bara eins og Óli segir. Skelli mér fram og sé opnun á kantinum, kalla á hann í gegn og síðan var það eina sem ég hugsaði bara að skora," sagði Sóley við Vísi eftir leikinn.
Ólafur Kristjánsson er þjálfari umferðarinnar eftir að hafa stýrt Þrótti til sigurs í þessum mikilvæga leik. Mollee Swift og Caroline Murray komast einnig í lið umferðarinnar.
Breiðablik fór illa með Víking og þar var Andrea Rut Bjarnadóttir best. Kristín Dís Árnadóttir lék einnig vel í sigri Blika í þessum leik og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir átti mjög góða innkomu af bekknum.
Valur er með einu stigi meira en Breiðablik á toppi deildarinnar en Valskonur unnu sterkan útisigur gegn FH. Þar voru Berglind Rós Ágústsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir bestar.
Fylkir og Þór/KA gerðu jafntefli og skoruðu Sandra María Jessen og Helga Guðrún Kristinsdóttir báðar tvennu.
Þá var Annika Haanpaa besti leikmaður vallarins er Keflavík og Tindastóll skildu jöfn.
Svona verður skiptingin
1. Valur - 49 stig
2. Breiðablik - 48 stig
3. Þór/KA - 30 stig
4. Víkingur R. - 29 stig
5. FH - 25 stig
6. Þróttur R. - 23 stig
-------
7. Stjarnan - 21 stig
8. Tindastóll - 13 stig
9. Fylkir - 10 stig
10. Keflavík - 10 stig
Efsta liðið verður meistari og fer í Meistaradeildina en liðið í öðru sæti fer einnig í Meistaradeildina. Tvö neðstu liðin munu svo falla úr deildinni.
Keppni í efri hlutanum hefst 30. ágúst næstkomandi og verða leiknar fimm umferðir í honum. Keppni í neðri hlutanum hefst 1. september og verða leiknar þrjár umferðir í honum.
Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Sterkastar í fyrri umferðum:
17. umferð - Samantha Smith (Breiðablik)
16. umferð - Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
15. umferð - Katie Cousins (Valur)
14. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
13. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Víkingur R.)
12. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
11. umferð - Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
10. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
9. umferð - Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
8. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
7. umferð - Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur)
6. umferð - Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
5. umferð - Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
4. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
3. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
2. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
1. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
Athugasemdir