Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   mið 27. september 2023 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varafyrirliði KFG: Hann gæti leikandi verið í hvaða liði sem er í Bestu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Orri Almarsson, varafyrirliði KFG, ræddi við Fótbolta.net í dag. Tveir dagar eru í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins sem fram fer á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið.

KFG, sem er í 2. deild, mætir Víði úr 3. deildinni og krefst Tómas þess að allavega 2-3000 manns úr Garðabæ mæti á leikinn.

Hann var spurður út í leiðina á Laugardalsvöll. KFG sló út Sindra, Augnablik, ÍH og KFA á leið sinni í úrslitaleikinn.

„Við mættum grönnum okkar í Augnablik, sem er alltaf mikill hiti, mikill nágrannaslagur. Við náðum að vinna það 2-0. Eigum við ekki bara að segja að það hafi verið þægilegt svona aðeins til að æsa í Blikunum," sagði Tómas.

Jón Arnar Barðdal skoraði sigurmark KFG í undanúrslitunum. Er hann ekki svolítið góður fyrir 2. deild?

„Hann er alltof góður fyrir 2. deild, ef út í það er farið. Hann gæti leikandi að mínu mati verið í hvaða liði sem er í Bestu deildinni, enda var hann lengi leikmaður HK."

„Það eru fleiri leikmenn sem gætu spilað hærra en stemningin og gleðin sem fylgir KFG... það er bara gaman að vera í KFG,"
sagði Tómas.

Viðtalið í heild sinni má sjá efst í spilaranum.

   27.09.2023 10:30
Rútuferð og upphitun á Ölveri hjá Víðismönnum - KFG á Dúllubarnum

   26.09.2023 12:40
Miðasala hafin á úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins

Athugasemdir
banner
banner
banner