Tómas Orri Almarsson, varafyrirliði KFG, ræddi við Fótbolta.net í dag. Tveir dagar eru í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins sem fram fer á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið.
KFG, sem er í 2. deild, mætir Víði úr 3. deildinni og krefst Tómas þess að allavega 2-3000 manns úr Garðabæ mæti á leikinn.
KFG, sem er í 2. deild, mætir Víði úr 3. deildinni og krefst Tómas þess að allavega 2-3000 manns úr Garðabæ mæti á leikinn.
Hann var spurður út í leiðina á Laugardalsvöll. KFG sló út Sindra, Augnablik, ÍH og KFA á leið sinni í úrslitaleikinn.
„Við mættum grönnum okkar í Augnablik, sem er alltaf mikill hiti, mikill nágrannaslagur. Við náðum að vinna það 2-0. Eigum við ekki bara að segja að það hafi verið þægilegt svona aðeins til að æsa í Blikunum," sagði Tómas.
Jón Arnar Barðdal skoraði sigurmark KFG í undanúrslitunum. Er hann ekki svolítið góður fyrir 2. deild?
„Hann er alltof góður fyrir 2. deild, ef út í það er farið. Hann gæti leikandi að mínu mati verið í hvaða liði sem er í Bestu deildinni, enda var hann lengi leikmaður HK."
„Það eru fleiri leikmenn sem gætu spilað hærra en stemningin og gleðin sem fylgir KFG... það er bara gaman að vera í KFG," sagði Tómas.
Viðtalið í heild sinni má sjá efst í spilaranum.
27.09.2023 10:30
Rútuferð og upphitun á Ölveri hjá Víðismönnum - KFG á Dúllubarnum
26.09.2023 12:40
Miðasala hafin á úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins
Athugasemdir