Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Viðtal við Elmar Atla
Viðtal við Magnús Má
Viðtal við Lárus Orra
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Óskar Hrafn
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
banner
   fös 27. september 2024 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding spilar í úrslitum Lengjudeildarumspilsins annað árið í röð.
Afturelding spilar í úrslitum Lengjudeildarumspilsins annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er eftirvænting og spenna. Þetta var mjög gaman síðast, að spila fyrir framan 2000 Mosfellinga var hrikalega gaman. Ég vona að það mæti enn fleiri núna," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í viðtali við Fótbolta.net fyrir 50 milljón króna leikinn gegn Keflavík á morgun.

Um er að ræða úrslitaleikinn í umspili Lengjudeildarinnar en sigurliðið á morgun fer upp í Bestu deildina.

Annað árið í röð er Afturelding að taka þátt í þessum leik en liðið tapaði gegn Vestra í fyrra.

„Sjálfstraustið okkar er hærra núna. Fyrst og fremst vil ég bara hrósa strákunum fyrir trúna og liðsheildina í sumar. Um mitt mót leit staðan ekki sérstaklega út en menn höfðu allan tímann trú á því að við myndum koma hingað og spila þennan leik. Það er gríðarlegt hrós á hugarfarið hjá strákunum."

Tímabilið núna var öðruvísi; í fyrra var liðið lengst af á toppnum og missti svo dampinn undir restina en núna var liðið að ströggla framan af og það er að toppa á réttum tíma.

„Já, en ég ætla ekki að þykjast vera einhver snillingur og ég hafi verið að setja þetta svona upp. Við reyndum alveg að vinna leikina í fyrri umferðinni þó það hafi gengið misvel. Mikið hrós á strákana fyrir trúna og liðsheildina. Þeir héldu alltaf áfram og það er að skila okkur hingað. Þó byrjunin á mótinu hafi ekki verið góð þá höfðum við alltaf trú. Við höfum spilað úrslitaleiki frá því í júlí en við urðum að vinna leiki til að koma okkur í topp fimm. Við þurfum að halda því sama áfram."

Hjálpaði mikið að fá Jökul inn
Það hjálpaði mikið fyrir Aftureldingu að fá Jökul Andrésson í markið um mitt sumar, en hann væri líklega einn besti markvörður Bestu deildarinnar ef hann væri að spila þar. Hann kaus hins vegar að fara í uppeldisfélagið sitt og hjálpa því.

„Við héldum áfram að gera réttu hlutina og svo komu sigrar og sjálfstraust. Það hefur allt verið betra hjá okkur. Menn komu sterkir inn í liðið eins og Jökull og Sigurpáll (Mellberg). Liðsheildin hefur verið frábær og það eru forréttindi að fá að starfa með þessum hóp," segir Magnús.

Það hjálpaði væntanlega mikið að fá Jökul inn um mitt sumar?

„Já, engin spurning. Karakterinn er líka geggjaður, frábær drengur og frábær leikmaður. Ég sagði við hann þegar hann kom - þó það væri langsótt þá - að við værum alltaf að stefna á að spila þennan leik hérna og hann væri að fara að koma með okkur hingað. Núna er það að fara að gerast. Það verður gaman að sjá hann og alla strákana í leiknum á laugardag."

Allt viðtalið við Magnús má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir