Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 27. september 2024 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding spilar í úrslitum Lengjudeildarumspilsins annað árið í röð.
Afturelding spilar í úrslitum Lengjudeildarumspilsins annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er eftirvænting og spenna. Þetta var mjög gaman síðast, að spila fyrir framan 2000 Mosfellinga var hrikalega gaman. Ég vona að það mæti enn fleiri núna," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í viðtali við Fótbolta.net fyrir 50 milljón króna leikinn gegn Keflavík á morgun.

Um er að ræða úrslitaleikinn í umspili Lengjudeildarinnar en sigurliðið á morgun fer upp í Bestu deildina.

Annað árið í röð er Afturelding að taka þátt í þessum leik en liðið tapaði gegn Vestra í fyrra.

„Sjálfstraustið okkar er hærra núna. Fyrst og fremst vil ég bara hrósa strákunum fyrir trúna og liðsheildina í sumar. Um mitt mót leit staðan ekki sérstaklega út en menn höfðu allan tímann trú á því að við myndum koma hingað og spila þennan leik. Það er gríðarlegt hrós á hugarfarið hjá strákunum."

Tímabilið núna var öðruvísi; í fyrra var liðið lengst af á toppnum og missti svo dampinn undir restina en núna var liðið að ströggla framan af og það er að toppa á réttum tíma.

„Já, en ég ætla ekki að þykjast vera einhver snillingur og ég hafi verið að setja þetta svona upp. Við reyndum alveg að vinna leikina í fyrri umferðinni þó það hafi gengið misvel. Mikið hrós á strákana fyrir trúna og liðsheildina. Þeir héldu alltaf áfram og það er að skila okkur hingað. Þó byrjunin á mótinu hafi ekki verið góð þá höfðum við alltaf trú. Við höfum spilað úrslitaleiki frá því í júlí en við urðum að vinna leiki til að koma okkur í topp fimm. Við þurfum að halda því sama áfram."

Hjálpaði mikið að fá Jökul inn
Það hjálpaði mikið fyrir Aftureldingu að fá Jökul Andrésson í markið um mitt sumar, en hann væri líklega einn besti markvörður Bestu deildarinnar ef hann væri að spila þar. Hann kaus hins vegar að fara í uppeldisfélagið sitt og hjálpa því.

„Við héldum áfram að gera réttu hlutina og svo komu sigrar og sjálfstraust. Það hefur allt verið betra hjá okkur. Menn komu sterkir inn í liðið eins og Jökull og Sigurpáll (Mellberg). Liðsheildin hefur verið frábær og það eru forréttindi að fá að starfa með þessum hóp," segir Magnús.

Það hjálpaði væntanlega mikið að fá Jökul inn um mitt sumar?

„Já, engin spurning. Karakterinn er líka geggjaður, frábær drengur og frábær leikmaður. Ég sagði við hann þegar hann kom - þó það væri langsótt þá - að við værum alltaf að stefna á að spila þennan leik hérna og hann væri að fara að koma með okkur hingað. Núna er það að fara að gerast. Það verður gaman að sjá hann og alla strákana í leiknum á laugardag."

Allt viðtalið við Magnús má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner