Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 28. ágúst 2023 09:20
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 19. umferðar - Markatalan heldur Aftureldingu á toppnum
Lengjudeildin
Benedikt Warén er leikmaður umferðarinnar.
Benedikt Warén er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Andi Hoti var frábær í vörn Leiknis.
Andi Hoti var frábær í vörn Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson.
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Sævar Jónsson.
Hlynur Sævar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
19. umferð Lengjudeildarinnar kláraðist á laugardag og leikar eru aftur að æsast á toppnum. ÍA vann Selfoss 1-0 en Afturelding tapaði á heimavelli gegn Leikni. Hörð barátta um toppsæti deildarinnar en Skagamenn hafa jafnað Mosfellinga að stigum. Afturelding er á toppnum á markatölu.

Leikmaður umferðarinnar:
Benedikt V. Warén
„Síógnandi á vinstri kantinum og var viðloðandi flestar sóknir Vestra í dag. Kórónaði góða frammistöðu sín með marki sem kláraði leikinn," skrifaði Jón Ólafur Eiríksson um Benedikt Warén í skýrslu sinni um 3-1 sigur Vestra gegn Fjölni. Benedikt er leikmaður umferðarinnar en með sigrinum tók Vestri stórt skref í átt að úrslitakeppninni.



Gustav Kjeldsen skoraði tvö mörk fyrir Vestra í leiknum og er einnig í liði umferðarinnar. Hlynur Sævar Jónsson skoraði sigurmark ÍA sem vann Selfoss 1-0. Árni Marinó Einarsson markvörður ÍA kom í veg fyrir að Selfoss næði að jafna leikinn.

Varnarlína Leiknis var frábær í 2-0 sigrinum gegn Aftureldingu. Andi Hoti var valinn maður leiksins og Patryk Hryniewicki var einnig hrikalega öflugur. Þá er Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari umferðarinnar.

Grindavík vann Ægi 7-2. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvö mörk og var sífellt ógnandi. Edi Horvat lék síðasta hálftímann og skoraði einnig tvö mörk. Með þessum úrslitum féll Ægir formlega niður í 2. deild en Grindvíkingar halda vonum sínum um úrslitakeppnina á lífi.

Oumar Diouck og Rafael Victor voru frábærir í 3-0 útisigri Njarðvíkur gegn Þór. Njarðvík vann sinn fimmta sigur í sjö leikjum undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar og Victor, sem skoraði fyrsta mark leiksins, er í úrvalsliðinu í fimmta sinn í síðustu sex umferðum.

Þróttur fékk stig gegn Gróttu, 2-2 enduðu leikar, og Selfoss er í fallsæti með lakari markatölu en Þróttarar. Kristófer Orri Pétursson skoraði bæði mörk Gróttu.

Lið umferðarinnar:
18. umferð - Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
17. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
16. umferð - Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
13. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
12. umferð - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir)
10. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner