Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mið 30. ágúst 2023 14:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar segir gestaklefann í Víkinni óvistlegan: Nær ljóslaust og lyktin vond
Blikar mættu þegar minna en hálftími var í upphafsflaut.
Blikar mættu þegar minna en hálftími var í upphafsflaut.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Þá tókum við ákvörðun um að gera þetta eins og við gerðum þetta á sunnudag
Þá tókum við ákvörðun um að gera þetta eins og við gerðum þetta á sunnudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hafði bara gaman af þessu
Ég hafði bara gaman af þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rígur milli Breiðabliks og Víkings.
Rígur milli Breiðabliks og Víkings.
Mynd: Fótbolti.net
Á mánudag og þriðjudag var rætt um gestaklefann í Víkinni í hlaðvörpum og sjónvarpi. Blikar eru ekki hrifnir af aðstöðunni þar og var það sögð ástæðan fyrir því að Blikar mættu skömmu fyrir leikinn á leikstað á sunnudagskvöld.

Sjá einnig:
„Þá fer næsta leikrit af stað og símatími hefst í Kópavogi“

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var í viðtali í dag spurður út í leikinn gegn Víkingi og klefann umtalaða.

„Það er eitthvað til í því, það hefði verið gott ef einhver hefði haft samband við okkur og spurt hvernig þetta væri nákvæmlega. Við tókum þá ákvörðun í fyrra að reyna eyða eins litlum tíma og við gætum inni í þessum klefa og á meðan það eru engar reglur sem knýja okkur til að dvelja á leikstað lengur en við viljum þá munum við gera það sem okkur sýnist," sagði Óskar Hrafn.

Hvað er það við klefann sem er ekki heppilegt og var eitthvað rafmagnsleysi þar sem er hluti af ákvörðun ykkar?

„Það var ekkert rafmagnsleysi. Klefinn er sérstakur, er þrjú herbergi; eitt með glugga, tvö ekki með glugga. Þegar við komum þarna var nær ljóslaust og lyktin vond. Þú eyðir löngum tíma inni í klefa og við mátum það eftir fyrri leikinn 2022 - komum með vinnuljós og reyndum að gera þetta geðslegra. Okkur fannst það ekki ganga neitt sérstaklega vel. Þá tókum við ákvörðun um að gera þetta eins og við gerðum þetta á sunnudag."

„Að hluta til snerist þetta um að eyða meiri tíma með fjölskyldunni, að hluta til í að eyða meiri tíma hér (á Kópavogsvelli) í undirbúning. Á stað sem er óvistlegur, þar eyðirðu jafn litlum tíma og þú þarft að gera. Í því fólst engin vanvirðing við einn eða neinn; hvorki KSÍ, Víkinga, Bestu deildina, dómaratríóið eða ÍTF."


„Ég skal taka það á mig að vera dreginn eftir svaðinu í þessu máli"
Breiðablik og Óskar hafa verið gagnrýnd fyrir þessa nálgun sína. Finnst Óskari gagnrýnin ósanngjörn?

„Auðvitað finnst mér hún ósanngjörn vegna þess að ég er ekki sammála henni. En þú setur upp gleraugu, besta dæmið er þegar tveir þjálfarar horfa á leik og þeim finnst þeir báðir hafa átt að vinna. Þú getur ekki sagt að annar hafi rangt fyrir sér. Þú þarft að keyra þetta á tilfinningunni. Stundum finnst mér menn fara heldur harkalega í menn, en ég skil alveg að Víkingum hafi sárnað að við komum svona seint, fundist það óþægilegt og finnist ósanngjarnt að tala um klefann. Ég ber virðingu fyrir því og sýni því bara skilning. En svona leið okkur. Ef menn vilja gera lítið úr því, þá er það ekkert mál."

„Mér fannst ekki rétt að tala um þetta í undanfara leiksins, mér fannst þetta ekki skipta þannig lagað máli. Það gerðist ekkert; leikurinn byrjaði á réttum tíma, ég fór í viðtal á Stöð 2 Sport, dómarinn skoðaði búningana okkar og við heilsuðum öllum. Ég sé ekki alveg vandamálið, við bara gerðum eitthvað sem er ekki venja að gera. Það er oft hættulegt að fara ótroðnar slóðir, þá ligguru betur og auðveldar fyrir gagnrýni en ef þú fylgir alltaf forystusauðunum. Ég skal þá taka það á mig að vera andlitið og vera dreginn eftir svaðinu í þessu máli, eins og mörgum öðrum. Það er bara ekkert vandamál fyrir mig, ég er með breitt bak,"
sagði Óskar að lokum.

Þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Damir Muminovic voru einnig spurðir út í klefann í Víkinni.

„Hann er ekki merkilegur en ekkert eitthvað verri en margur annar. Ég pæli ekkert mikið í honum. Ég vissi svo sem ekkert með löngum fyrirvara (að við færum á rútu), en ég hafði bara gaman af þessu," sagði Höskuldur.

„Var hann ekki alveg eins og á Laugardalsvelli? Já," sagði Damir þegar hann var spurður hvort hann væri gamaldags. „Ég skildi það bara fullkomlega (að fara ekki klefann)."

Viðtalið við Óskar má nálgast í spilaranum neðst. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Struga í forkeppni Sambandsdeildinni. Sá leikur fer fram á Kópavogsvelli á morgun og er gífurlega mikilvægur.

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið Breiðabliks í stærsta leik í sögu félagsins
Óskar Hrafn: Það eina sem það gerir er að draga þig niður
Athugasemdir
banner
banner
banner