Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 17. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Svíinn markaóði ánægður hjá Sporting
Mynd: EPA
Viktor Gyökeres, framherji Sporting Lisbon í Portúgal, segist ánægður hjá félaginu, en mörg af stærstu félögum heims horfa til hans eftir frábæra frammistöðu hans síðasta árið.

Sænska markavélin er komin með 37 mörk í 38 deildarleikjum með Sporting frá því hann kom frá Coventry City á síðasta ári.

Gyökeres er 26 ára gamall og kominn með fast sæti í sænska landsliðinu.

Í sumar var hann orðaður við Arsenal en félagið var ekki reiðubúið að borga riftunarákvæði í samningi hans sem nemur um 85 milljónum punda.

„Já, klásúlan í samningnum er frekar há, en ég er ánægður hjá Sporting. Ég hafði ekkert á móti því að vera áfram hér í ár til viðbótar. Þetta er virði mitt og það er ekkert meira um það að segja,“ sagði Gyökeres.

Á þessu tímabili hefur hann komið að ellefu mörkum í aðeins sex leikjum og verður þetta líklega hans síðasta leiktíð með Sporting, það er að segja ef hann heldur áfram á sömu braut.
Athugasemdir
banner
banner