Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   þri 03. október 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Antalya í Tyrklandi
Ögmundur: Var nýbúinn að læra nöfnin
Icelandair
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson spilaði í marki Íslands gegn Tyrklandi fyrir tveimur árum síðan. Ögmundur er í markvarðateymi landsliðsins fyrir leikinn á föstudaginn og gæti verið í rammanum ef meiðsli Hannesar reynast alvarleg.

Ögmundur ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í Antalya í dag. Þar var meðal annars rætt um félagaskipti hans í hollensku úrvalsdeildina. Hann yfirgaf nýlega sænska boltann og gekk í raðir Excelsior.

„Þetta er gott skref fyrir mig. Ég er kominn í töluvert sterkari deild. Ég var að leita eftir því að taka skrefið frá Skandinavíu og það er ánægjulegt að það tókst," segir Ögmundur sem er kominn í skemmtilegt fótboltaumhverfi.

„Það er mikil umfjöllun og mikil fótboltamenning. Fótboltastíllinn er öðruvísi en maður er vanur. Ég er að komast ágætlega inn í þetta. Það var skrítið að spila eftir 2-3 æfingar, maður var nýbúinn að læra nöfnin á leikmönnum. En það hefur gengið fínt og verið stígandi í þessu hjá mér."

„Liðið spilar eins og önnur hollensk lið. Það er spilað strax frá markverði og lítið um langar kýlingar. Það er reynt að spila fótbolta við öll tækifæri."

Ögmundur segir mjög jákvætt fyrir landsliðið að Ísland sé að eignast fleiri samkeppnishæfa markverði. Samkeppnin geri menn betri og hann hafi meðal annars leitað eftir því að fara í sterkari deild til að gera enn meira tilkall í að vera í hópnum.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner