Arnþór Ari Atlason opnaði markareikning sinn í Pepsi-deildinni þegar Fram og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í dag.
,,Ég er mjög ánægður með að skora eitt mark en þau áttu að vera fleiri í þessum leik, ég skal viðurkenna það," sagði Arnþór Ari eftir leik.
,,Ég er mjög ánægður með að skora eitt mark en þau áttu að vera fleiri í þessum leik, ég skal viðurkenna það," sagði Arnþór Ari eftir leik.
,,Mér fannst við spila vel í dag og við eigum bara eftir að verða betri í næstu leikjum."
,,Við áttum að klára þennan leik í fyrri hálfleik. Ég hefði átt að skora meira en eitt þá og þá hefðum við klárað leikinn. Það var einhver skrekkur í mér. Ég hefði viljað vinna en við tökum stigið."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir