Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 04. september 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Jón Dagur: Það er alltof mikið af peningum þarna
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sá ekki fram á tækifæri hjá Fulham og þurfti að komast eitthvað annað," sagði U21 árs landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson við Fótbolta.net í dag en hann gekk í síðustu viku til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið Vendsyssel á láni frá Fulham.

Jón Dagur hefur verið hjá Fulham undanfarin tvö ár og síðastliðinn vetur raðaði hann inn mörkum með varaliði félagsins. Hann hefur ekki fengið tækifæri með aðalliðinu og hagur hans vænkaðist ekki í vor þegar liðið fór upp í ensku úrvalsdeildina.

„Það var ekki draumur allra ungra leikmanna að þeir fóru upp. Þeir fengu fullt af peningum og það er kannski ekki raunhæft að fá að byrja ferilinn í ensku úrvalsdeildinni. Ég vissi strax að ég þyrfti að fara á lán."

„Ég var orðinn svolítið þreyttur á þessum varaliðsbolta í lokin og þeir voru sammála mér að ég þyrfti að fara. Þetta var allt gert á jákvæðu nótunum. Ég er sáttur hjá Fulham,"
sagði Jón Dagur sem vildi frekar fara á lán utan Englands heldur en í neðri deildir þar.

„Það er svolítið mikil harka í neðri deildunum og ég vildi spila fótbolta. Þetta var skynsamlegra."

Breytt umhverfi hjá Fulham
Jón Dagur segir að umhverfið hjá Fulham hafi breyst eftir að liðið fór upp í úrvalsdeildina í vor.

„Það er alltof mikið af peningum þarna núna," sagði Jón Dagur brosandi. „Það er hærri standard núna og menn eru aðeins fagmannlegri. Menn passa sig meira hvað þeir segja á æfingasvæðinu og fleira."

Jón Dagur lék sinn fyrsta leik með Vendyssel strax um helgina en hann kom þá inn á gegn AGF.

„Ég bjóst ekki við að koma inn á. Staðan var 1-1 og þeir lágu á okkur. Það var gaman að fá fyrsta leikinn strax og skemmtileg reynsla. Mér líst vel á þetta og sé fram á að fá tækifæri."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner