Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   þri 04. september 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Jón Dagur: Það er alltof mikið af peningum þarna
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sá ekki fram á tækifæri hjá Fulham og þurfti að komast eitthvað annað," sagði U21 árs landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson við Fótbolta.net í dag en hann gekk í síðustu viku til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið Vendsyssel á láni frá Fulham.

Jón Dagur hefur verið hjá Fulham undanfarin tvö ár og síðastliðinn vetur raðaði hann inn mörkum með varaliði félagsins. Hann hefur ekki fengið tækifæri með aðalliðinu og hagur hans vænkaðist ekki í vor þegar liðið fór upp í ensku úrvalsdeildina.

„Það var ekki draumur allra ungra leikmanna að þeir fóru upp. Þeir fengu fullt af peningum og það er kannski ekki raunhæft að fá að byrja ferilinn í ensku úrvalsdeildinni. Ég vissi strax að ég þyrfti að fara á lán."

„Ég var orðinn svolítið þreyttur á þessum varaliðsbolta í lokin og þeir voru sammála mér að ég þyrfti að fara. Þetta var allt gert á jákvæðu nótunum. Ég er sáttur hjá Fulham,"
sagði Jón Dagur sem vildi frekar fara á lán utan Englands heldur en í neðri deildir þar.

„Það er svolítið mikil harka í neðri deildunum og ég vildi spila fótbolta. Þetta var skynsamlegra."

Breytt umhverfi hjá Fulham
Jón Dagur segir að umhverfið hjá Fulham hafi breyst eftir að liðið fór upp í úrvalsdeildina í vor.

„Það er alltof mikið af peningum þarna núna," sagði Jón Dagur brosandi. „Það er hærri standard núna og menn eru aðeins fagmannlegri. Menn passa sig meira hvað þeir segja á æfingasvæðinu og fleira."

Jón Dagur lék sinn fyrsta leik með Vendyssel strax um helgina en hann kom þá inn á gegn AGF.

„Ég bjóst ekki við að koma inn á. Staðan var 1-1 og þeir lágu á okkur. Það var gaman að fá fyrsta leikinn strax og skemmtileg reynsla. Mér líst vel á þetta og sé fram á að fá tækifæri."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner