Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   sun 04. október 2020 23:22
Ívan Guðjón Baldursson
Sverrir Ingi í sigurliði - Rúnar Már tapaði
Mynd: Getty Images
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn er PAOK lagði OFI Crete í gríska boltanum í dag.

PAOK komst yfir snemma leiks og var hart barist þar til á lokakaflanum þegar varamaðurinn Karol Swiderski kom inn af bekknum og setti tvennu.

PAOK er með átta stig eftir tvær umferðir en Ögmundur Kristinsson og félagar í Olympiakos eru einu stigi á eftir með leik til góða.

Ögmundur sat á bekknum er Olympiakos gerði jafntefli við Giannina. Leikurinn var jafn og tókst stjörnum prýddu liði Olympiakos ekki að sýna öll sín gæði.

PAOK 3 - 0 OFI Crete
1-0 El Kaddouri ('8)
2-0 Karol Swiderski ('89)
3-0 Karol Swiderski ('92)

Giannina 1 - 1 Olympiakos
1-0 G. Pamlidi ('5)
1-1 Youseff El Arabi ('51)

Í Kasakstan var Rúnar Már Sigurjónsson í byrjunarliði Astana sem tapaði toppslagnum gegn Kairat Almaty.

Þetta var annað tap Astana í röð og er liðið í öðru sæti, átta stigum frá toppnum.

Rúnar Már spilaði í 87 mínútur en hann er næstmarkahæstur í deildinni með 6 mörk í 11 leikjum á tímabilinu, flest úr vítapsyrnum.

Nói Snæhólm Ólafsson var þá ónotaður varamaður er Senica lagði Trencin að velli í Slóvakíu.

Þetta var annar sigur Senica á tímabilinu og er liðið með 8 stig eftir 9 umferðir.

K. Almaty 3 - 0 FC Astana

Trencin 0 - 1 Senica
Athugasemdir
banner