Ísland mætir Slóveníu á morgun í undankeppni HM kvenna, leikurinn fer fram í Levanda í Slóveníu og verður klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Ísland verður að vinna leikinn í baráttunni um að komast á HM.
Glódís Perla Viggósdóttir man vel eftir því þegar liðin áttust við 2015 í leik sem Ísland vann 6-0. Hún var í byrjunarliðinu í leiknum.
Glódís Perla Viggósdóttir man vel eftir því þegar liðin áttust við 2015 í leik sem Ísland vann 6-0. Hún var í byrjunarliðinu í leiknum.
„Við eigum rosalega góðar minningar héðan, við áttum toppleik þegar við spiluðum á þessum velli fyrir tveimur og hálfu ári. Við erum mjög spenntar að koma hingað aftur á morgun," segir Glódís.
„Ég man ótrúlega vel eftir þessum leik (frá 2015) og við ætlum að mæta hungraðar í þennan leik. Við vitum að Slóvenía er með lið sem getur strítt okkur þó sigurinn hafi verið stór síðast. Við verðum að vera 100%, bæði í varnar- og sóknarleik."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























