Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   fös 05. maí 2023 23:48
Sölvi Haraldsson
Nenad um veturinn: Auðveldara að ná í íslenska leikmenn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Mér fannst frammistaðan hjá mínum mönnum mjög góð. Við vorum betri aðilinn nánast allan leikinn og þá sérstaklega fyrstu 25 mínúturnar. En betra liðið vinnur alltaf leikinn, það er alltaf þannig. Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur alltaf leikinn og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. En við þurfum að halda áfram." sagði Nenad Zivanovic þjálfari Ægismanna eftir dramatískt tap gegn Fjölni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ægir 0 -  1 Fjölnir

Þú hlýtur samt að vera ánægður með það hvernig þínir menn spiluðu í kvöld?

„Auðvitað, ég geri þær kröfur að við spilum vel og ég hef fulla trú á mínum mönnum. En stundum þarf maður bara smá heppni til þess að vinna fótboltaleiki og heppnin var svo sannarlega ekki með okkur í dag."

Fannst þér dómarinn taka rétta ákvörðun með að benda á punktinn alveg undir lokin?

„Ég fæ ekki borgað fyrir það að tala um ákvarðanir hjá dómurum en þetta er eitthvað sem hann þarf að útskýra sjálfur bara. Allt sem ég segi núna um þennan dóm skiptir bara engu máli. Ég vil ekki tjá mig um frammistöðu dómarans."

Það vakti athygli að Hrovje Tokic byrjaði á bekknum, var það eitthvað í plönum þínum að koma með hann inn á í seinni hálfleik og búa til vandamál í varnarlínu Fjölnis?

„Nei alls ekki, ég byrja alltaf bara með mitt besta lið en Tokic verður að vera kominn í aðeins betra stand ef hann ætlar að byrja einhverja leiki í sumar. Þetta var ekkert taktískt."

Hvernig hefur veturinn verið fyrir þig persónulega og þá sérstaklega fyrir klúbbin vitandi að þið séuð að fara að etja kappi í 2. deildinni og síðan rétt fyrir mót fréttið þið að þið eigið að spila í Lengjudeildinni?

„Við vorum að búa til góðan hóp fyrir 2. deildina og Lengjudeildina. Við vissum auðvitað ekki í hvaða deild við myndum spila í en við vorum að búa til gott lið fyrir báðar deildir að mínu mati. En síðan kom símtalið, 18. febrúar minnir mig, um það að við myndum spila í Lengjudeildinni en við héldum bara áfram með okkar verkefni. En það var auðvitað léttara að ná í íslenska leikmenn eftir að fréttirnar birtust og þar að leiðandi gátum við myndað aðeins sterkara lið."

Margir fjölmiðlar og hlaðvörp spá ykkur í neðsta sæti, hefur þú trú á því að Ægir geti haldið sér uppi?

„Ég fylgist ekki mikið með því hverjir eru að spá okkur hvar. En ég var einu sinni látinn vita af einum kollega mínum að allir væru að spá okkur að enda með þrjú til fimm stig í allt sumar. Ég mun gera allt sem ég get gert til þess að halda liðinu uppi og jafnvel gert eitthvað betra."


Athugasemdir
banner
banner