Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 24. apríl
Championship
Coventry - Hull City - 18:45
Úrvalsdeildin
Man Utd - Sheffield Utd - 19:00
Crystal Palace - Newcastle - 19:00
Everton - Liverpool - 19:00
Wolves - Bournemouth - 18:45
Division 1 - Women
Dijon W 0 - 0 Reims W
Le Havre W 1 - 1 Fleury W
Lyon 2 - 0 Guingamp W
Montpellier W 1 - 0 Saint-Etienne W
Lille W 0 - 2 Bordeaux W
National cup
Atalanta - Fiorentina - 19:00
Úrvalsdeildin
Zenit 0 - 0 Rubin
FK Krasnodar 0 - 0 Baltica
Nizhnyi Novgorod 2 - 3 Lokomotiv
Orenburg 1 - 2 Dinamo
lau 05.jún 2021 23:45 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

„Mér fannst þetta fáránlegt og tók mig tíma að venjast því"

Guðný Árnadóttir lék með Napoli stærstan hluta af liðinni leiktíð á Ítalíu. Hún gekk í raðir AC Milan frá Val í desember og var lánuð til Napoli. Hún lék allar mínútur liðsins frá og með 13. desember ef frá eru taldar þær mínútur sem hún var frá vegna meiðsla í lok tímabils.

Napoli var með eitt stig þegar Guðný mætti eftir níu leiki en í síðustu þrettán leikjunum náði liðið í þrettán stig og hélt sæti sínu í deildinni. Fótbolti.net heyrði í Guðnýju í gær og spurði hana út í tímabilið og veruna í Napoli.

Ég upplifði þetta pínu eins og langa æfingaferð.
Ég upplifði þetta pínu eins og langa æfingaferð.
Mynd/Napoli
Ég held að covid hafi hjálpað mér að aðlagast lífinu í Napoli á vissan hátt
Ég held að covid hafi hjálpað mér að aðlagast lífinu í Napoli á vissan hátt
Mynd/Napoli
hjálpaði að það voru margir erlendir leikmenn í liðinu
hjálpaði að það voru margir erlendir leikmenn í liðinu
Mynd/Napoli
Guðný á að baki 10 A-landsleiki
Guðný á að baki 10 A-landsleiki
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hún er ekki með í verkefninu núna í júní vegna meiðsla.
Hún er ekki með í verkefninu núna í júní vegna meiðsla.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér fannst ég ná að venjast deildinni eins og planið var
Mér fannst ég ná að venjast deildinni eins og planið var
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maður hefur ekki séð svona. Það snýst allt um fótbolta og það er í raun ekkert annað
Maður hefur ekki séð svona. Það snýst allt um fótbolta og það er í raun ekkert annað
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég var vön að vera alltaf á sprettinum hjá Val
Ég var vön að vera alltaf á sprettinum hjá Val
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér heima var ég að spila með toppliði og Napoli var í fallbaráttunni.
Hér heima var ég að spila með toppliði og Napoli var í fallbaráttunni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gott að hafa Íslending til að vera með og horfa á íslenska boltann og svona
Gott að hafa Íslending til að vera með og horfa á íslenska boltann og svona
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég þarf að aðlagast öðru leikkerfi því AC spilar þriggja miðvarða kerfi
Ég þarf að aðlagast öðru leikkerfi því AC spilar þriggja miðvarða kerfi
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðtal við Guðnýju um félagaskiptin:
„Ég er sveitastelpa, en held að mér muni líða mjög vel hér" (9. des '20)

„Mér fannst þetta allt öðruvísi en ég er vön. Það snerist allt um fótbolta og það var alltaf gott veður. Ég upplifði þetta pínu eins og langa æfingaferð. Ég kom strax inn í liðið og byrjaði strax að spila og spilaði alla leiki. Æfingarnar voru lengri en á Íslandi og svo var tími til að æfa tvisvar á dag. Það var yfirleitt æft á morgnanna," sagði Guðný spurð út í sína upplifun síðustu mánuði.

Covid hjálpaði á vissan hátt
Hvernig var að vera í Napoli?

„Ég bjó í úthverfi og því var þetta ekkert yfirþyrmandi eða þannig og allt nálægt sem mann vantaði. Svo var hægt að taka hálftíma að fara inn í bæ og þar var meira um að vera. Ég held að covid hafi hjálpað mér að aðlagast lífinu í Napoli á vissan hátt. Það var ekki fullt af fólki og maður var aðallega í kringum heimamenn og þægilegra að skoða þá staði sem maður vildi skoða.”

Náði að aðlagast deildinni
Hvernig fannst þér ganga inn á vellinum?

„Ég var mjög sátt við hvernig þetta var inn á vellinum. Í byrjun gat ég ekki sent á mann á æfingum, eitthvað sem ég held að sé frekar venjulegt á nýjum stað en svo fannst mér ég ná að komast inn í þetta og það hjálpaði að það voru margir erlendir leikmenn í liðinu. Það hjálpaði að það var mikið töluð enska."

„Það kom nýr þjálfari um leið og ég kom og mér leist strax mjög vel á hann. Ég var mjög ánægð með stigasöfnuna seinni hluta tímabilsins, ef við hefðum spilað svona heilt tímabil þá hefðum við ekki verið í fallbaráttunni eins og raunin var. Mér fannst ég ná að venjast deildinni eins og planið var, hún er öðruvísi að mörgu leyti en sú íslenska. Ég var sátt við hvernig ég náðist að aðlagast því hvernig deildin er.”


Erfitt að bera saman við íslensku deildina
Hvernig voru gæði leikjanna, var þetta eins og að spila toppleik á Íslandi í hverri viku?

„Mér finnst erfitt að bera þetta saman við leiki í íslensku deildinni. Hér heima var ég að spila með toppliði og Napoli var í fallbaráttunni."

„Fyrir mig var þetta gott, að spila mikla vörn og flestir leikirnir voru nokkuð jafnir. Það er gaman og það er kannski munurinn, á Íslandi eru færri jafnir leikir. Mér leið þannig að þrátt fyrir að við vorum eitt að neðstu liðunum þá voru flestir leikir jafnir. Ég var í liði sem verst meira, það var meira verið að spila sig út úr stöðum í þess að þruma langt og mikið af leikmönnum sem eru snöggir á fyrstu metrunum.”


Allt öðruvísi - vön að spila hápressu
Var meiri hraði í leikmönnum liðanna heldur en hér á Íslandi?

„Ég var vön að vera alltaf á sprettinum hjá Val þar sem við spiluðum hápressu og ég mikið að hlaupa til baka. En með Napoli er legið til baka og er það allt öðruvísi, þú finnur ekki jafnmikið fyrir því hvort það sé mikill hraði í liði andstæðinganna.”

Aldrei stress að falla
Napoli var ekki öruggt með sæti sitt fyrir lokaumferðina. Var eitthvað stress í lokaumferðina með að halda sætinu?

„Mér fannst þetta alltaf öruggt. Það var alltaf horft í þetta markmið að halda okkur uppi og við hefðum viljað klára þetta gegn Verona (jafntefli niðurstaðan) í næstsíðustu umferð."

„Það var kannski smá stress fyrir síðustu umferðina að þetta var ekki klárt. Það er mikið passion í þessu liði og í borginni og mér fannst allir alltaf hafa trú á því að við myndum halda okkur uppi."

„Ég hafði aldrei áhyggjur af því að við værum að fara falla, við unnum San Marino 5-0 þegar skammt var eftir af mótinu sem sýndi að við vorum betri en það lið.”


San Marino og Bari féllu.

Fáránleg ástríða
Talandi um ástríðuna, fannstu mikið fyrir því?

„Það var bæði í kringum liðið og í liðinu. Maður hefur ekki séð svona. Það snýst allt um fótbolta og það er í raun ekkert annað. Mér fannst þetta fáránlegt, í raun, og tók mig smá tíma að venjast því," sagði Guðný og átti við á jákvæðan hátt.

„Maður fann alveg fyrir því að ef maður er í Napoli fötunum að þá er þér sýnd virðing. Kannski er þetta svolítið mikið svona á Ítalíu, fótboltinn er svo stór. Líka í Napoli er ekkert annað lið, það er bara Napoli í Napoli. Það eru blokkir í kringum völlinn okkar og það var troðfullt á öllum svölum þegar við vorum að spila og þrátt fyrir covid má segja að þarna höfum við verið með áhorfendur á leikjunum okkar.”

Átti góðan leik þrátt fyrir tap gegn AC Milan
Guðný lék gegn AC Milan með Napoli, hvernig var að mæta liðinu sem hún er samningsbundin?

„Fyrir fram var ég smá stressuð, það skipti líka alveg máli upp á mína framtíð að AC myndi vinna og næði Meistaradeildarsæti. Það hafðist hjá þeim á endanum. Ég hafði annars enga tengingu við AC og lék sem leikmaður Napoli. Þær voru talsvert betri en við og unnu öruggan sigur."

„Mér fannst mjög gaman að spila þennan leik samt, fannst ég eiga ágætan leik þrátt fyrir tapið. Þetta var upplifun og fínt að sjá kannski pínu hvernig það verður að spila með liðinu."


Hvenær ferðu út til Milan?

„Ég fer í byrjun júlí og verð vonandi 100% klár þá. Vonandi verð ég líka búin að æfa eitthvað eftir meiðslin.”

Meidd í hælnum og ekki með landsliðinu
Guðný er ekki með íslenska landsliðinu í verkefninu núna í júní vegna meiðsla. Hún meiddist gegn Verona í næstsíðustu umferð og lék ekki með í lokaumferðinni. Hvernig er staðan á meiðslunum?

„Ég er mikið betri, ég er búin að reyna hlaupa og það er ekki gott. Það er óheppilegt að þetta er í hælnum, maður stígur alltaf á þetta. Ég fer í myndatöku aftur eftir viku til að vera alveg viss með meiðslin, að þetta sé ekki eitthvað brot því það er örlítill möguleiki á því. Þetta er á réttri leið, bara pirrandi staður.”

Lára ógeðslega góð í fótbolta
Lára Kristín Pedersen gekk í raðir Napoli í vetur. Hvernig var að fá Láru til félagsins?

„Ég var búin að vera í smá tíma þegar Lára kemur út og það var mjög gott að hafa Íslending með sér, ég veit ekki hvernig þetta hefði verið ef ég hefði ekki getað talað íslensku í hálft ár. Við vorum oft saman, bjuggum nálægt hvor annarri og gott að hafa Íslending til að vera með og horfa á íslenska boltann og svona.”

Hvernig var þetta inn á vellinum og á æfingasvæðinu?

„Hún er ógeðslega góð í fótbolta en hefði örugglega viljað spila meira. Þegar hún spilaði þá fannst mér hún alltaf standa sig mjög vel. Hún er rosalega flottur karakter og var mætt strax að tala ítölsku á meðan ég var ekki alveg þar.”

„Það var gott að tala íslensku á vellinum, eitthvað sem enginn skildi. Mér fannst það pínu erfitt, að tala þrjú tungumál á vellinum en hún átti auðveldara með það. Stundum, þegar hún var beint fyrir framan mig á vellinum þá var þægilegt að vera með smá leyni; að geta sagt hægri, vinstri og svoleiðis.”


Skilur fótboltamálið en erfiðara að tala málið
Talandi um ítölskuna, hvernig er hún hjá þér?

„Ég er að læra hana og mér finnst ég vera komast betur og betur inn í málið. Fótboltamálið skil ég alveg og flest það sem sagt er á fundum. Það er erfiðara að tala samt en ég er að læra og ætla mér að læra málið betur.”

Betri aðstaða og meiri fagmennska
Hvernig verður að fara til AC Milan í júlí?

„Ég held að þetta verði allt öðruvísi en að vera í Napoli. Það er talað um að það sé öðruvísi passion og það sé svolítið einkennandi fyrir Napoli. Menningin er allt öðruvísi og meiri fagmennska í kringum allt hjá AC. Aðstaðan er betri og það eru sömu eigendur á karla- og kvennaliðinu. AC er talsvert stærra félag og því meiri fagmennska (professional) í öllu.”

Ertu með eitthvað markmið?

„Fyrst og fremst verður markmiðið að vinna mér inn sæti í liðinu. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Ég þarf að aðlagast öðru leikkerfi því AC spilar þriggja miðvarða kerfi. Annað mun svo koma í ljós þegar ég mæti út," sagði Guðný að lokum.
Athugasemdir
banner
banner