Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   fös 05. desember 2025 14:00
Kári Snorrason
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Í jóladagatali dagsins förum við aftur til ársins 2010 og rifjum upp viðtal við Lárus Orra Sigurðsson, þáverandi þjálfara Þórs. Lárus var afar ósáttur eftir að stjórnarmenn félagsins ákváðu að leyfa erkifjendunum í KA að spila á Þórsvelli, á sama tíma og Þór mátti ekki æfa á vellinum vegna þess hve viðkvæmur hann þótti.

Tveimur vikum eftir viðtalið sagði Lárus upp störfum sem þjálfari Þórs.

„Það er ljóst að framtíðin hjá ungum leikmönnum er mjög björt, en það er barátta innan klúbbsins. Það er mjög erfitt að vera þjálfari meistaraflokks innan Þórs núna. Að vera í knattspyrnudeild karla er mjög erfitt, við erum með aðalstjórn sem vinnur á móti okkur. Það skiptir þá meira máli að eignast vini upp á KA-svæði heldur en að redda okkur æfingaaðstöðu.“

„Málið er mjög einfalt, framkvæmdarráðið tóku þá ákvörðun að leyfa KA að spila á vellinum okkar í kvöld í staðinn fyrir að leyfa okkur æfa þarna tvisvar, þrisvar. Mér var tjáð að ég hefði einungis getað verið með æfingu í þrjátíu mínútur fyrir fyrsta leik, en völlurinn er ekki viðkvæmari en það að þeir leyfðu KA mönnum að spila á honum. Algjör skandall.

Það er spurning hvort að ÍR lánuðu ekki Leiknismönnum völlinn sinn svo að við hefðum getað spilað á grasi. Formenn í Reykjavík eru kannski ekki að leitast eftir vinum eins og heima. Það síðasta sem við sáum þegar við fórum frá Þórssvæðinu var formaðurinn að flagga KA fánanum,“
sagði Lárus að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en ummæli hans um stjórnina hefjast eftir eina og hálfa mínútu.

Jóladagatalið:
1. desember - Ólafur Karl í kleinu
2. desember - Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
3. desember - Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli

4. desember - Langbest að fá heyrnalausa menn til að dæma leikinn

Athugasemdir
banner
banner