Í jóladagatali dagsins förum við aftur til ársins 2010 og rifjum upp viðtal við Lárus Orra Sigurðsson, þáverandi þjálfara Þórs. Lárus var afar ósáttur eftir að stjórnarmenn félagsins ákváðu að leyfa erkifjendunum í KA að spila á Þórsvelli, á sama tíma og Þór mátti ekki æfa á vellinum vegna þess hve viðkvæmur hann þótti.
Tveimur vikum eftir viðtalið sagði Lárus upp störfum sem þjálfari Þórs.
Tveimur vikum eftir viðtalið sagði Lárus upp störfum sem þjálfari Þórs.
„Það er ljóst að framtíðin hjá ungum leikmönnum er mjög björt, en það er barátta innan klúbbsins. Það er mjög erfitt að vera þjálfari meistaraflokks innan Þórs núna. Að vera í knattspyrnudeild karla er mjög erfitt, við erum með aðalstjórn sem vinnur á móti okkur. Það skiptir þá meira máli að eignast vini upp á KA-svæði heldur en að redda okkur æfingaaðstöðu.“
„Málið er mjög einfalt, framkvæmdarráðið tóku þá ákvörðun að leyfa KA að spila á vellinum okkar í kvöld í staðinn fyrir að leyfa okkur æfa þarna tvisvar, þrisvar. Mér var tjáð að ég hefði einungis getað verið með æfingu í þrjátíu mínútur fyrir fyrsta leik, en völlurinn er ekki viðkvæmari en það að þeir leyfðu KA mönnum að spila á honum. Algjör skandall.
Það er spurning hvort að ÍR lánuðu ekki Leiknismönnum völlinn sinn svo að við hefðum getað spilað á grasi. Formenn í Reykjavík eru kannski ekki að leitast eftir vinum eins og heima. Það síðasta sem við sáum þegar við fórum frá Þórssvæðinu var formaðurinn að flagga KA fánanum,“ sagði Lárus að lokum.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en ummæli hans um stjórnina hefjast eftir eina og hálfa mínútu.
Jóladagatalið:
1. desember - Ólafur Karl í kleinu
2. desember - Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
3. desember - Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
4. desember - Langbest að fá heyrnalausa menn til að dæma leikinn
Athugasemdir























