Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Jóhann Kristinn: Yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig
Einar Guðna: Þetta var flottur leikur
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Nik Chamberlain: Þetta var geggjaður leikur
Guðni Eiríks: Það er eitthvað í blóðinu hjá Hemma og Rögnu Lóu
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
   lau 10. maí 2014 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið og helstu atvik úr ÍA - Selfoss
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Það var ekki mikið sem gerðist í tíðindalitlum leik Skagamanna gegn Selfyssingum í fyrstu umferð 1. deildarinnar í ár.

Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks, og eins og má sjá hér fyrir ofan fengu bæði lið góð tækifæri til að skora en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Skagamenn byrja því tímabilið vel eftir lélegt sumar í Pepsi-deildinni í fyrra en Selfyssingar þurfa að gera betur vilji þeir vera viðriðnir toppbaráttuna, sem þeir voru ekki í fyrra.

Tímabilið hjá Selfyssingum byrjaði á útileik gegn Skagamönnum sem eru nýkomnir úr Pepsi-deildinni en annar leikur tímabilsins er útileikur gegn Ólafsvíkingum sem eru einnig nýfallnir.

Skagamenn heimsækja Grindvíkinga í spennandi leik í næstu umferð.
Athugasemdir
banner