
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var sáttur með stig eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.
Kjartan gaf kost á sér í viðtal að leikslokum og er hann sáttur með stöðu Fylkis í Pepsi Max-deildinni, þar sem Árbæingar eru í þriðja sæti með 20 stig eftir 13 umferðir.
„Þetta var kaflaskiptur leikur og ég er fúll að hafa ekki tekið hann en miðað við hvernig hann spilaðist var þetta kannski sanngjarnt bara," sagði Kjartan.
„Ég er mjög sáttur með stelpurnar og gerði mér alveg grein fyrir því í upphafi tímabils að við værum óreyndar að vera í toppbaráttu. Það er reynsla í liðinu sem við erum að byggja á og svo þurfum við bara að þjálfa það hvað er að vera í toppbaráttu.
„Við erum svolítið jójó, við erum að vinna leiki og tapa leikjum eins og við bjuggumst kannski við."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir