Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   fim 16. nóvember 2023 22:54
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Ingvi: Trúðum ekki á okkur sjálfa
Arnór Ingvi í leiknum í kvöld.
Arnór Ingvi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason byrjaði á miðju íslenska landsliðsins á útivelli gegn sterku liði Slóvakíu í undankeppni EM í kvöld.

Lestu um leikinn: Slóvakía 4 -  2 Ísland

Hann entist þó ekki lengi á vellinum og þurfti að fá skiptingu á 25. mínútu leiksins, í stöðunni 0-1 fyrir Ísland. Arnór Ingvi segist hafa stífnað upp í mjöðminni og að hann muni ekki komast að því fyrr en á morgun hversu slæm meiðslin eru.

Slóvakar sneru stöðunni heldur betur við eftir meiðsli Arnórs og voru komnir með 4-1 forystu aðeins hálftíma síðar.

„Mig langaði mjög mikið að reyna og halda áfram, sérstaklega eftir að við komumst yfir, en það bara gekk ekki," sagði Arnór svekktur eftir 4-2 tap. „Það vantaði helvíti mikið uppá hjá okkur. Við trúðum ekki á okkur sjálfa, við vorum að fela okkur og koma hvorum öðrum í erfiðar stöður. Þannig sýndist mér þetta vera frá bekknum.

„Við þurfum að fá meira jafnvægi í okkar leik."

Athugasemdir
banner
banner