
Þróttur R. tók á móti Breiðablik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikar enduðu 0-3 fyrir gestunum, Ian Jeffs þjálfari Þróttar kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 3 Breiðablik
„Ég er bara mjög ánægður með leikinn, mér fannst við eiga fínan leik. Byrjuðum leikinn töluvert betur en við höfum gert í síðustu leikjum í deildinni þar sem við erum búnir að gefa mörk á okkur strax. Ég er mjög ánægður með byrjunina og fyrri hálfleikinn í heild sinni. Þeir skoruðu auðvitað mark frá 25 metrum til að brjóta ísinn. En við áttum fín upphlaup í fyrri hálfleik en það vantaði herslumuninn og meiri gæði þar."
„Í síðari hálfleik héldu Breiðablik boltanum betur, þeir voru þolinmóðari með boltann og við aðeins meira í eltingaleik. Við héldum „shapeinu" okkar og vorum vel skipulagðir. Við biðum eftir okkar stund til að pressa þá og reyna að sækja á þá."
Næsti leikur Þróttar er gegn Ægi næstkomandi Sunnudag
„Bikarævintýrið er búið þetta árið, við þufum núna að hugsa um Lengjudeildina. Næsti leikur er á sunnudaginn, tvö lið sem voru að koma upp úr 2. deild í fyrra og þetta verður hörkuleikur."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir