Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   mið 21. mars 2018 17:00
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Kolbeinn: Æðisleg tilfinning að vera aftur í landsliðshópnum
Icelandair
Kolbeinn í nýju landsliðstreyjunni.
Kolbeinn í nýju landsliðstreyjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson segir að það sé æðisleg tilfinning að vera aftur kominn í íslenska landsliðshópinn. Kolbeinn hefur ekkert spilað síðan á HM 2016 vegna erfiðra hnémeiðsla.

Hann er kominn á ról aftur og skoraði tvö mörk í varaliðsleik fyrir Nantes á dögunum.

„Það var frábært að finna aftur tilfinninguna þegar maður er að spila, og að skora líka þó fyrra markið hafi bara verið eitthvað pot. Það er æðislegt fyrir mig að vera kominn aftur á völlinn. Ég þarf leikform og líkaminn að venjast því aftur að spila fótbolta en ég tel mig vera á góðum stað."

Hann fékk lítilsháttar nárameiðsli í varaliðsleiknum með Nantes og ólíkelgt að hann spili vináttuleikinn gegn Mexíkó í Santa Clara á föstudagskvöld.

„Ég þarf að hvíla í nokkra daga en vonandi get ég náð leiknum Annars er ég ekki að setja pressu á mig að spila þann leik. Vonandi næ ég einhverjum mínútum gegn Perú (næsta þriðjudagskvöld) en við verðum bara að sjá hvernig það verður."

Hér að ofan má sjá stutt viðtal við Kolbein Sigþórsson en lengra viðtal við hann birtist á Fótbolta.net í morgun og má lesa það með því að smella hérna.

Ísland leikur vináttulandsleik gegn Mexíkó í Santa Clara á föstudagskvöld og flýgur svo til New York þar sem leikið verður gegn Perú í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner