Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
sunnudagur 14. september
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
laugardagur 13. september
Championship
Stoke City 1 - 0 Birmingham
Coventry 1 - 1 Norwich
Watford 0 - 1 Blackburn
Wrexham 1 - 3 QPR
Oxford United 2 - 2 Leicester
West Brom 0 - 1 Derby County
Charlton Athletic 1 - 1 Millwall
Sheff Wed 0 - 3 Bristol City
Swansea 2 - 2 Hull City
Preston NE 2 - 2 Middlesbrough
FA Cup
Pickering Town 0 - 2 Runcorn Linnets
Fylde 4 - 1 Bamber Bridge
Telford United 3 - 1 Kidderminster
Totton 2 - 0 Torquay
Alvechurch 3 - 0 Leamington
Ashford United 0 - 3 Chatham
Ashton United 2 - 0 Scarborough Athletic
Bedford Town 1 - 1 Dagenham
Billericay 3 - 0 Berkhamsted
Bootle 1 - 3 Darlington
Bracknell 2 - 0 Tadley
Brixham 1 - 3 Dorchester
Burgess Hill Town 1 - 3 Farnham
Bury Town 1 - 1 Woodford Town
Buxton 3 - 0 Redditch United
Chasetown 0 - 0 Banbury United
Chelmsford 6 - 0 Hertford
Chertsey 2 - 3 Cray Valley
Chesham United 1 - 4 Kings Lynn Town
Coleshill Town 0 - 7 Hednesford Town
Congleton 0 - 1 Chorley
Curzon Ashton 4 - 1 Hebburn Town
Deal 2 - 1 Egham Town
Dorking Wanderers 7 - 2 Wingate and Finchley
Dunston UTS 1 - 0 Stocksbridge
Eastbourne Borough 4 - 0 Epsom
Ebbsfleet Utd 5 - 0 Ashford Town
Enfield FC 0 - 3 Enfield Town
Fareham 0 - 3 Sholing
Farnborough 4 - 1 Dover
FC United of Manchester 0 - 1 Chadderton
Gainsborough 2 - 1 Rushall Olympic
Gloucester City 1 - 2 Chippenham
Gosport Borough 0 - 3 Poole Town
Grimsby Borough 1 - 1 Halesowen Town
Hampton and Richmond 4 - 2 Croydon Athletic
Hanwell Town 0 - 1 Bedfont Sports
Harborough 3 - 2 Worksop Town
Hemel 4 - 1 Bishops Stortford
Hitchin Town 1 - 2 St Albans
Hungerford Town 3 - 0 Swindon Supermarine
Hyde 2 - 0 Whitby Town
Jersey Bulls 2 - 2 Worthing
Leiston 4 - 1 Hackney Wick
Macclesfield Town 3 - 0 Atherton R.
Maidenhead Utd 0 - 1 Faversham Town
Maldon and Tiptree 2 - 0 Stanway
Matlock Town 3 - 0 Carlton Town
Merthyr T 4 - 0 Torpoint
Morpeth Town 2 - 1 Witton Albion
Mulbarton Wanderers 0 - 0 Witham Town
Nantwich 3 - 1 Trafford
Needham Market 4 - 2 Eynesbury
Newcastle Blue Star 0 - 2 Marine
Peterborough Sports 2 - 1 Hornchurch
Quorn 2 - 1 Kettering
Racing Club Warwick 3 - 3 Evesham United
Radcliffe Boro 1 - 1 Southport
Royston Town 1 - 0 Brentwood Town
Salisbury 4 - 1 Laverstock and Ford
Shaftesbury Town 1 - 1 Frome Town
Shepshed 0 - 2 Stamford
South Shields 2 - 1 Guiseley
Spalding United 3 - 0 Alfreton Town
Sporting Khalsa 1 - 2 Hereford
Stalybridge 1 - 2 Chester
Steyning Town 2 - 2 Tonbridge Angels
Sudbury 1 - 2 Aveley FC
Sutton Coldfield Town 3 - 1 Stourbridge
Taunton Town 1 - 1 Weston-super-Mare
Tower Hamlets 0 - 2 Flackwell
Waltham Abbey 2 - 0 Gorleston
Welling Town 1 - 1 Slough Town
West Auckland Town 0 - 1 Spennymoor Town
Westbury United 3 - 2 Oxford City
Westfields 2 - 2 Horsham
Whitehawk 0 - 2 Walton-Hersham
Whitstable Town 1 - 1 Chichester
Wimborne Town 2 - 1 Bath
Úrvalsdeildin
Fulham 1 - 0 Leeds
Everton 0 - 0 Aston Villa
Crystal Palace 0 - 0 Sunderland
Brentford 2 - 2 Chelsea
West Ham 0 - 3 Tottenham
Bournemouth 2 - 1 Brighton
Newcastle 1 - 0 Wolves
Arsenal 3 - 0 Nott. Forest
Bundesligan
Freiburg 3 - 1 Stuttgart
Union Berlin 2 - 4 Hoffenheim
Mainz 0 - 1 RB Leipzig
Wolfsburg 3 - 3 Köln
Heidenheim 0 - 2 Dortmund
Bayern 5 - 0 Hamburger
Frauen
Nurnberg W 1 - 4 Werder W
Essen W 0 - 0 Hamburger W
Vináttuleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Ekkert mark hefur verið skorað
Serie A
Cagliari 2 - 0 Parma
Juventus 4 - 3 Inter
Fiorentina 1 - 3 Napoli
Eliteserien
SK Brann 3 - 2 Valerenga
Molde 1 - 2 Fredrikstad
Toppserien - Women
Kolbotn W 1 - 2 Roa W
Stabek W 2 - 1 Bodo-Glimt W
Úrvalsdeildin
Akhmat Groznyi 1 - 1 Lokomotiv
Dinamo 2 - 2 Spartak
FK Krasnodar 2 - 1 Akron
Nizhnyi Novgorod 3 - 1 Orenburg
La Liga
Athletic 0 - 1 Alaves
Getafe 2 - 0 Oviedo
Real Sociedad 1 - 2 Real Madrid
Atletico Madrid 2 - 0 Villarreal
Damallsvenskan - Women
Alingsas W 0 - 1 Vittsjo W
Hammarby W 3 - 0 Linkoping W
Kristianstads W 2 - 1 Vaxjo W
Elitettan - Women
Gamla Upsala W 1 - 1 Jitex W
Mallbacken W 0 - 1 Team TG W
Orebro SK W 0 - 1 Elfsborg W
Trelleborg W 0 - 0 KIF Orebro W
Umea W 2 - 2 Hacken-2 W
Uppsala W 6 - 0 Bollstanas W
Trelleborg W - Orebro SK W - 13:00
banner
mið 21.mar 2018 08:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Kolbeinn: Met möguleika mína á að spila á HM vera góða

Kolbeinn Sigþórsson, næst markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands, hefur þurft að ganga í gegnum mikla óvissutíma vegna erfiðra hnémeiðsla.

Óttast var að ferill Kolbeins, sem er 28 ára, gæti verið á enda. Í viðtali við Fótbolta.net sem tekið var á hóteli landsliðsins í Santa Clara segist Kolbeinn þó aldrei hafa misst trú á því að hann gæti komið til baka þrátt fyrir að hafa verið utan vallar svona gríðarlega lengi.

Kolbeinn í nýju landsliðstreyjunni.
Kolbeinn í nýju landsliðstreyjunni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn skeinuhætti hélt sér fyrir utan kastljós fjölmiðla.
Sóknarmaðurinn skeinuhætti hélt sér fyrir utan kastljós fjölmiðla.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn segir æðislega tilfinningu að geta spilað fótbolta á nýjan leik.
Kolbeinn segir æðislega tilfinningu að geta spilað fótbolta á nýjan leik.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann vonast til að geta komið við sögu gegn Perú í næstu viku.
Hann vonast til að geta komið við sögu gegn Perú í næstu viku.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn er með 22 mörk í 44 landsleikjum.
Kolbeinn er með 22 mörk í 44 landsleikjum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á EM í Frakklandi 2016.
Á EM í Frakklandi 2016.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann hefur verið á meiðslalistanum síðan hann skoraði sigurmarkið sögulega gegn Englandi í hreiðrinu í Nice á EM 2016.

„Það er pínu skrýtið að vera mættur aftur en æðisleg tilfinning," segir Kolbeinn um það að vera kominn aftur í landsliðsverkefni.

„Það hefur verið mikil óvissa um framhaldið hjá mér í marga mánuði. Það voru mörg spurningamerki þegar ég fór aftur út til Nantes í síðasta mánuði. Hvernig höndla ég álagið að byrja æfa með liðinu? Svo náttúrulega stærsta spurningin: Get ég eitthvað lengur? Það kom sjálfum mér pínu á óvart hversu gott standið á mér var, miðað við hvað ég var búinn að vera lengi frá."

„Læknar sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var ekki auðvelt að heyra það“
„Fyrir ári síðan, eftir fyrstu aðgerðina, fór ég í læknisskoðun hjá Nantes og hitti aðra lækna. Sumir þeirra sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að heyra það. Ég get verið sáttur við að vera kominn á þennan stað í dag miðað við hversu illa þetta leit út á tímabili."

„Það var ekki víst hvort önnur aðgerð myndi laga eitthvað eða ekki. Það var ákveðin áhætta að fara í seinni aðgerðina en hún gekk mjög vel. Jón Karlsson (læknir) var mjög sáttur við þá aðgerð og sagði mér að hún hefði heppnaðist vel og ég ætti góða möguleika á að ná fullum styrk á ný.," segir Kolbeinn.

Hann segir að það hafi reynt mjög á að geta ekki spilað fótbolta í svona langan tíma.

„Þetta er svipuð tilfinning og að taka bolta frá litlu barni sem vill leika sér. Ég hef verið í fótbolta síðan ég gat staðið. Það er frábært að geta verið kominn aftur en vissulega var þetta erfiður tími. Það var erfitt að fylgjast með landsliðinu í undankeppninni og geta ekki tekið þátt. Þetta var frábær undankeppni og sterkt að geta haldið svona dampi eftir velgengnina á EM, það kom mörgum á óvart. Liðið átti 100% skilið að vinna riðilinn"

Kolbeinn heldur í drauminn um að spila með Íslandi á HM í Rússlandi í sumar.

„Það er æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að geta farið á HM," segir Kolbeinn. En hvernig metur hann þá möguleika í dag?

„Ég met þá bara góða. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti."

Var erfitt að ræða þetta í fjölmiðlum
Kolbeinn hefur haldið sig frá sviðsljósi fjölmiðla þann tíma sem hann hefur verið meiddur og ekki gefið viðtöl. Var það meðvituð ákvörðun hjá honum að vera nánast „ósýnilegur" í gegnum þetta ferli?

„Já, það má segja það í raun og veru. Það var alltaf það mikil óvissa að eina vikuna gat ég sagt að það væri eitthvað jákvætt að gerast og svo öfugt í þeirri næstu. Það var erfitt að vera að ræða þetta í fjölmiðlum þegar maður vissi sjálfur ekki stöðuna eða hvað myndi gerast með framhaldið. Ég vissi að þetta yrði langt tímabil. Auk þess er ég ekki mikið fyrir sviðsljós fjölmiðla og hef ekki verið það, þó ég skilji það auðvitað að fjölmiðlar vilji vita stöðuna á mér. Ég tók þá ákvörðun að reyna að koma mér í gegnum þetta tímabil og geta talað um eitthvað jákvætt þegar ég kæmi mér úr því. Ég gat ekki gefið nein jákvæð svör í allavega eitt ár," segir Kolbeinn.

Hafði trú á því að þetta myndi blessast
Gróa á leyti fór á kreik og ýmsar sögur voru í gangi um Kolbein. Meðal annars að útilokað væri að hann gæti snúið aftur og að hann væri sjálfur hættur í fótbolta. Hann segir að sögurnar hafi ekki truflað sig.

„Ég auðvitað sjálfur vissi hvernig málin mín voru og hvað ég vildi. Ég hugsaði það auðvitað hvernig það yrði að hætta enn það kom aldrei til greina af minni hálfu og hélt áfram á minni braut. Ég hafði trú á því að þetta myndi blessast á endanum."

Kolbeinn er byrjaður að spila fyrir varalið Nantes og skoraði tvö mörk í varaliðsleik um daginn. Hann á magnaðan landsliðsferil með Íslandi og Heimir Hallgrímsson valdi hann í hópinn núna til að sjá standið á honum með eigin augum. Kolbeinn segir að það sé ansi gott fyrir sálina að farið sé að birta til í hans málum.

„Ég er búinn að bíða lengi eftir því að komast út á völl og spila fótbolta. Það er erfitt að útskýra þetta en það gefur mér mikið að geta sparkað í bolta," segir Kolbeinn.

Hann segir að samskipti sín við félagslið sitt, Nantes í Frakklandi, hafi verið góð þann tíma sem hann hefur verið á meiðslalistanum.

„Það var lítið sem hægt var að gera þannig séð. Eftir að ég kom til baka hef ég fengið frábærar móttökur frá klúbbnum og allir í kringum liðið eru mjög jákvæðir í minn garð. Mér finnst ég vera á byrjunarreit hjá félaginu og vonandi get ég gefið honum eitthvað gott til baka."

Finnur fyrir stuðningi frá Ranieri
Kolbeinn segist finna fyrir því að Claudio Ranieri, hinn geðþekki þjálfari Nantes, sé að bíða eftir sér. Ranieri er þekktastur fyrir að ná því ótrúlega afreki að hafa gert Leicester að Englandsmeisturum.

„Já ég finn mikla jákvæðni frá honum í minn garð. Hann hefur sagt mér að hann sé ánægður með það hvernig ég hef verið síðan ég kom aftur. Hann er mjög góður þjálfari og sanngjarn maður. Ef ég held áfram að banka dyrnar þá mun hann vonandi nota mig, ég er bjartsýnn um framhaldið hjá klúbbnum" segir Kolbeinn.

Hann segir að það hafi verið frábær tilfinning að skora í varaliðsleiknum á dögunum.

„Það var frábært að finna aftur tilfinninguna þegar maður er að spila, og að skora líka þó fyrra markið hafi bara verið eitthvað pot. Það er æðislegt fyrir mig að vera kominn aftur á völlinn. Ég þarf leikform og líkaminn að venjast því aftur að spila fótbolta en ég tel mig vera á góðum stað."

Hann fékk lítilsháttar nárameiðsli í varaliðsleiknum með Nantes og ólíkelgt að hann spili vináttuleikinn gegn Mexíkó á föstudagskvöld.

„Ég þarf að hvíla í nokkra daga en vonandi get ég náð þeim leik. Annars er ég ekki að setja pressu á mig að spila þann leik. Vonandi næ ég einhverjum mínútum gegn Perú (næsta þriðjudagskvöld) en við verðum bara að sjá hvernig það verður," segir Kolbeinn Sigþórsson.
Athugasemdir