Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
   sun 21. maí 2023 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kórnum
Ómar: Pirrar mig að þeir komist upp með þetta og uppskeri mark
Ómar Ingi Guðmundsson.
Ómar Ingi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf hundfúlt að tapa. Það er vonbrigði hvað okkur gekk illa í fyrri hálfleik en ánægjulegt hvernig við komum út í seinni hálfleikinn. Það er fúlt að tapa," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 1-2 tap gegn Víkingum í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Víkingur R.

„Fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki nógu góður, en við vorum ekki heppnir. Það er ekki heppni að Arnar ver og ekki heppni að komast fyrir skot. Það er bara vel gert hjá leikmönnunum mínum. En fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki nógu góður."

„Við breyttum aðeins til í hálfleik, breyttum til í varnarleiknum og uppstillingunni. Það kom betur út. Þú gerir ráð fyrir einhverju og reynir að undirbúa þig. Svo gengur það ekki upp og þá þarf maður að geta breytt. Leikmennirnir gerðu það vel."

Víkingar eru búnir að vinna fyrstu átta leiki sína í deildinni en Ómar var farinn að gera sér vonir um að HK myndi ná stigi úr þessum leik.

„Mér fannst við vera góðir og jafnvel betri en þeir allan seinni hálfleikinn," sagði Ómar en hann var ósáttur við seinna markið sem Víkingar skoruðu. Nikolaj var þá aleinn á teignum og stangaði boltann í netið.

„Það sem pirraði mig er það að öll hornin sem þeir taka þá er Arnþór keyrður í burtu þegar hann er að elta Niko. Við endum oftar en einu sinni með liggjandi menn eftir hornin þeirra, þar sem þeir setja upp blokkir og hlaupa niður menn, og rífa niður menn. Það gerðist í seinna markinu, þess vegna var Niko einn. Það pirrar mig, að við séum búnir benda á þetta aftur og aftur en þeir komst upp með þetta og uppskera mark. Þetta gerist í öllum hornspyrnunum," sagði Ómar sem var virkilega ósáttur við seinna mark Víkinga.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner