Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 21. maí 2023 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kórnum
Ómar: Pirrar mig að þeir komist upp með þetta og uppskeri mark
Ómar Ingi Guðmundsson.
Ómar Ingi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf hundfúlt að tapa. Það er vonbrigði hvað okkur gekk illa í fyrri hálfleik en ánægjulegt hvernig við komum út í seinni hálfleikinn. Það er fúlt að tapa," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 1-2 tap gegn Víkingum í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Víkingur R.

„Fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki nógu góður, en við vorum ekki heppnir. Það er ekki heppni að Arnar ver og ekki heppni að komast fyrir skot. Það er bara vel gert hjá leikmönnunum mínum. En fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki nógu góður."

„Við breyttum aðeins til í hálfleik, breyttum til í varnarleiknum og uppstillingunni. Það kom betur út. Þú gerir ráð fyrir einhverju og reynir að undirbúa þig. Svo gengur það ekki upp og þá þarf maður að geta breytt. Leikmennirnir gerðu það vel."

Víkingar eru búnir að vinna fyrstu átta leiki sína í deildinni en Ómar var farinn að gera sér vonir um að HK myndi ná stigi úr þessum leik.

„Mér fannst við vera góðir og jafnvel betri en þeir allan seinni hálfleikinn," sagði Ómar en hann var ósáttur við seinna markið sem Víkingar skoruðu. Nikolaj var þá aleinn á teignum og stangaði boltann í netið.

„Það sem pirraði mig er það að öll hornin sem þeir taka þá er Arnþór keyrður í burtu þegar hann er að elta Niko. Við endum oftar en einu sinni með liggjandi menn eftir hornin þeirra, þar sem þeir setja upp blokkir og hlaupa niður menn, og rífa niður menn. Það gerðist í seinna markinu, þess vegna var Niko einn. Það pirrar mig, að við séum búnir benda á þetta aftur og aftur en þeir komst upp með þetta og uppskera mark. Þetta gerist í öllum hornspyrnunum," sagði Ómar sem var virkilega ósáttur við seinna mark Víkinga.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner