Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Haraldur Hróðmarsson: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Ægir: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
   sun 21. maí 2023 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kórnum
Ómar: Pirrar mig að þeir komist upp með þetta og uppskeri mark
Ómar Ingi Guðmundsson.
Ómar Ingi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf hundfúlt að tapa. Það er vonbrigði hvað okkur gekk illa í fyrri hálfleik en ánægjulegt hvernig við komum út í seinni hálfleikinn. Það er fúlt að tapa," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 1-2 tap gegn Víkingum í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Víkingur R.

„Fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki nógu góður, en við vorum ekki heppnir. Það er ekki heppni að Arnar ver og ekki heppni að komast fyrir skot. Það er bara vel gert hjá leikmönnunum mínum. En fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki nógu góður."

„Við breyttum aðeins til í hálfleik, breyttum til í varnarleiknum og uppstillingunni. Það kom betur út. Þú gerir ráð fyrir einhverju og reynir að undirbúa þig. Svo gengur það ekki upp og þá þarf maður að geta breytt. Leikmennirnir gerðu það vel."

Víkingar eru búnir að vinna fyrstu átta leiki sína í deildinni en Ómar var farinn að gera sér vonir um að HK myndi ná stigi úr þessum leik.

„Mér fannst við vera góðir og jafnvel betri en þeir allan seinni hálfleikinn," sagði Ómar en hann var ósáttur við seinna markið sem Víkingar skoruðu. Nikolaj var þá aleinn á teignum og stangaði boltann í netið.

„Það sem pirraði mig er það að öll hornin sem þeir taka þá er Arnþór keyrður í burtu þegar hann er að elta Niko. Við endum oftar en einu sinni með liggjandi menn eftir hornin þeirra, þar sem þeir setja upp blokkir og hlaupa niður menn, og rífa niður menn. Það gerðist í seinna markinu, þess vegna var Niko einn. Það pirrar mig, að við séum búnir benda á þetta aftur og aftur en þeir komst upp með þetta og uppskera mark. Þetta gerist í öllum hornspyrnunum," sagði Ómar sem var virkilega ósáttur við seinna mark Víkinga.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner