Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   sun 21. maí 2023 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kórnum
Ómar: Pirrar mig að þeir komist upp með þetta og uppskeri mark
Ómar Ingi Guðmundsson.
Ómar Ingi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf hundfúlt að tapa. Það er vonbrigði hvað okkur gekk illa í fyrri hálfleik en ánægjulegt hvernig við komum út í seinni hálfleikinn. Það er fúlt að tapa," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 1-2 tap gegn Víkingum í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Víkingur R.

„Fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki nógu góður, en við vorum ekki heppnir. Það er ekki heppni að Arnar ver og ekki heppni að komast fyrir skot. Það er bara vel gert hjá leikmönnunum mínum. En fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki nógu góður."

„Við breyttum aðeins til í hálfleik, breyttum til í varnarleiknum og uppstillingunni. Það kom betur út. Þú gerir ráð fyrir einhverju og reynir að undirbúa þig. Svo gengur það ekki upp og þá þarf maður að geta breytt. Leikmennirnir gerðu það vel."

Víkingar eru búnir að vinna fyrstu átta leiki sína í deildinni en Ómar var farinn að gera sér vonir um að HK myndi ná stigi úr þessum leik.

„Mér fannst við vera góðir og jafnvel betri en þeir allan seinni hálfleikinn," sagði Ómar en hann var ósáttur við seinna markið sem Víkingar skoruðu. Nikolaj var þá aleinn á teignum og stangaði boltann í netið.

„Það sem pirraði mig er það að öll hornin sem þeir taka þá er Arnþór keyrður í burtu þegar hann er að elta Niko. Við endum oftar en einu sinni með liggjandi menn eftir hornin þeirra, þar sem þeir setja upp blokkir og hlaupa niður menn, og rífa niður menn. Það gerðist í seinna markinu, þess vegna var Niko einn. Það pirrar mig, að við séum búnir benda á þetta aftur og aftur en þeir komst upp með þetta og uppskera mark. Þetta gerist í öllum hornspyrnunum," sagði Ómar sem var virkilega ósáttur við seinna mark Víkinga.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner