Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   fös 23. febrúar 2024 18:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við byrjuðum ekki nógu vel. Við vissum að þær eru tæknilega góðar en við drulluðum á okkkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir miðjumaður Íslands eftir 1 - 1 jafntefli við Serbíu í umspili um áframhaldandi sæti í Þjóðadeild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

„Þetta var fullauðvelt hjá þeim en við komum vel til baka og seinni hálfleikurinn var skárri. Við brutum þetta oftar upp en vantaði að fá úrslitasendinguna. Ég er jákvæð," hélt hún áfram.

Serbía komst yfir á 19. mínútu leiksins Selma Sól Magnúsdóttir og Karólína voru ekki alveg á tánum svo Tijana Filipovic náði góðu skoti í teignum. Um markið sagði Karólína.

„Þetta var alltof auðvelt, ég stíg of ofarlega og þá komst hún í gegn, hún er rosalega góð tían þeirra. Við þurfum að hafa gætur á henni en eftir þetta áttu þær ekki tækifæri í hornum. Við lærum af þessu og þurfum bara að halda áfram."

Ísland svaraði strax með marki sem við skráum enn á Alexöndru Jóhannsdóttur en gæti verið skráð sem sjálfsmark.

„Þetta var eitthvað ljótasta mark sem ég hef séð en mark er mark og ég vissi að við myndum jafna þetta. Við fengum orku með rauða spjaldinu og hefðum kannski átt að taka þetta í lokin eftir það. En það gekk ekki í dag og við förum aftur á þriðjudaginn," sagði Karólína.

Hún vissi ekki að það væri besta vinkona hennar Alexandra sem hafði skorað markið sem var mikið pot og sagði:

„Var þetta Alex? Hún er nú vön því að þruma boltanum inn, hún hefur verið að skora screamer mörk í ítölsku deildinni. Kannski var þetta týpískt landsliðsmark hjá henni en hún skorar ansi falleg mörk líka."
Athugasemdir
banner