Árið 2016 varð Leicester Englandsmeistari, en nú sjö árum síðar er liðið hársbreidd frá því að falla niður í Championship deildina.
Leicester var nálægt því að komast aftur í Meistaradeildarfótbolta eftir tímabilið 2016/17 en náði því ekki. Liðið varð bikarmeistari fyrir tveimur tímabilinu en hrunið á þessari leiktíð er algjört og nokkrir leikmenn á förum sama hvað gerist í lokaumferðinni.
Leicester var nálægt því að komast aftur í Meistaradeildarfótbolta eftir tímabilið 2016/17 en náði því ekki. Liðið varð bikarmeistari fyrir tveimur tímabilinu en hrunið á þessari leiktíð er algjört og nokkrir leikmenn á förum sama hvað gerist í lokaumferðinni.
Leicester er í 18. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti fyrir lokaumferðina. Liðið þarf að vinna gegn West Ham á heimavelli um næstu helgi og treysta á að Everton misstígi sig gegn Bournemouth.
„Ég sá ekki hrunið koma eins fljótt og það hefur gert og ég er enn að klóra mér í höfðinu út af því," segir Mark Schwarzer sem er fyrrum markvörður liðsins.
„Ég horfi á hópinn sem er hjá Leicester og finnst erfitt að trúa að liðið sé á þeim stað sem það er. Hvað hefur farið svona herfilega illa? Af hverju er liðið þarna? Ég er á því að þeir voru kannski of seinir í að fara í breytingar."
„Það hafa verið teknar ákvarðanir sem mér finnst hafa komið í bakið á félaginu," sagði Schwarzer.
Síðast var Leicester í fallbaráttu vorið 2015 en þá vann liðið sjö af níu síðustu leikjum sínum og bjargaði sér frá falli. Eins og fyrr segir varð liðið svo Englandsmeistari ári síðar.
Caglar Soyuncu, Ayoze Perez, Youri Tielemans, Ryan Bertrand og Jannik Vestergaard eru bókað á förum og mjög líklegt er að James Maddison yfirgefi einnig félagið. Ef liðið fellur þá fara eflaust fleiri.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 37 | 25 | 8 | 4 | 85 | 40 | +45 | 83 |
2 | Arsenal | 37 | 19 | 14 | 4 | 67 | 33 | +34 | 71 |
3 | Man City | 37 | 20 | 8 | 9 | 70 | 44 | +26 | 68 |
4 | Newcastle | 37 | 20 | 6 | 11 | 68 | 46 | +22 | 66 |
5 | Chelsea | 37 | 19 | 9 | 9 | 63 | 43 | +20 | 66 |
6 | Aston Villa | 37 | 19 | 9 | 9 | 58 | 49 | +9 | 66 |
7 | Nott. Forest | 37 | 19 | 8 | 10 | 58 | 45 | +13 | 65 |
8 | Brighton | 37 | 15 | 13 | 9 | 62 | 58 | +4 | 58 |
9 | Brentford | 37 | 16 | 7 | 14 | 65 | 56 | +9 | 55 |
10 | Fulham | 37 | 15 | 9 | 13 | 54 | 52 | +2 | 54 |
11 | Bournemouth | 37 | 14 | 11 | 12 | 56 | 46 | +10 | 53 |
12 | Crystal Palace | 37 | 13 | 13 | 11 | 50 | 50 | 0 | 52 |
13 | Everton | 37 | 10 | 15 | 12 | 41 | 44 | -3 | 45 |
14 | Wolves | 37 | 12 | 5 | 20 | 53 | 68 | -15 | 41 |
15 | West Ham | 37 | 10 | 10 | 17 | 43 | 61 | -18 | 40 |
16 | Man Utd | 37 | 10 | 9 | 18 | 42 | 54 | -12 | 39 |
17 | Tottenham | 37 | 11 | 5 | 21 | 63 | 61 | +2 | 38 |
18 | Leicester | 37 | 6 | 7 | 24 | 33 | 78 | -45 | 25 |
19 | Ipswich Town | 37 | 4 | 10 | 23 | 35 | 79 | -44 | 22 |
20 | Southampton | 37 | 2 | 6 | 29 | 25 | 84 | -59 | 12 |
Athugasemdir