Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   þri 24. október 2017 08:30
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Ingibjörg: Þær taka ýtingunum vel
Kvenaboltinn
Ingibjörg á leið á æfingu í Znojmo í gær
Ingibjörg á leið á æfingu í Znojmo í gær
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Nei, ég hef aldrei komið hingað. Þetta er öðruvísi en maður er vanur en mér líst vel á þetta,“ sagði landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir aðspurð að því hvort hún hefði komið áður til Tékklands. Hún er mætt með íslenska landsliðinu til borgarinnar Znojmo þar sem Tékkland og Ísland mætast í undankeppni Heimsmeistaramótsins á morgun.

„Við erum búnar að vera að safna orku. Borða vel og sofa. Reyna að ná í alla orku sem við getum fengið. Við erum ferskar og hlökkum til að fara á æfingu. Erum tilbúnar í morgundaginn,“ sagði Ingibjörg en Fótbolti.net náði tali af henni rétt fyrir síðustu æfingu Íslands fyrir leik.

„Við viljum alltaf fá sigur og gerum allt til þess að ná honum en þær eru með erfitt lið og eru mjög sterkar líkamlega þannig að þetta verður erfiður leikur.“

Ingibjörg er þekkt fyrir að vera hörð af sér innanvallar og var spurð út það að takast á við líkamlega sterka leikmenn Tékka.

„Mér finnst það skemmtilegast. Aðeins að fá að ýta í þær. Þær taka því vel og gera það á móti þannig að maður verður að vera tilbúin í það,“ svaraði Ingibjörg.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner