Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   sun 25. mars 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Eiður sýnir Sveppa meistaravegginn hjá Barcelona
Á morgun kemur þáttaröðin "Gudjohnsen" í Sjónvarp Símans Premium en um er að ræða þáttaröð um magnaðan feril Eið Smára Guðjohnsen. Eiður og Sveppi tóku þáttaröðina upp fyrr í vetur.

Sjá einnig:
Mourinho tók víkingaklappið í viðtali við Sveppa um Eið Smára
Eiður og Sveppi á Bolton leik - „Langar bara að vera inn á"

Eiður vann marga titla með Barcelona á árunum 2006 og 2009 og í myndbandinu hér að ofan sýnir hann Sveppa meistaravegg á Nou Camp þar sem er mynd af liðinu sem vann Meistaradeildina 2009.

„Þetta lið vann bara allt, alls staðar, alltaf," sagði Eiður við Sveppa.

Um þættina
Í þáttaseríunni GUDJOHNSEN gerir sjónvarpsmaðurinn -og skemmtikrafturinn Sveppi upp glæstan feril æskuvinar síns Eiðs Smára Guðjohnsen á óhefbundinn og áhugaverðan hátt.

Saman ferðast vinirnir til 9 landa og gera þeim 16 félagsliðum sem Eiður spilaði fyrir á 22 ára tímabili skil. Þeir heimsækja borgir -og bæi sem Eiður hefur búið í í gegnum árin, kíkja á vellina sem hann hefur spilað á, skoða gömul heimili hans, hitta fyrrverandi kollega -bæði innan vallar sem utan og fara almennt yfir hvernig líf Eiðs var á hverjum stað og á hverri stund fyrir sig.

Þetta ferðalag Sveppa og Eiðs í gegnum fortíðina er fræðandi og á sama tíma skemmtilegt þar sem persónulega nálgunin og áratuga löng vinátta þeirra skín í gegn og býður upp á frábæra og afslappaða skemmtun.

Þáttur 1 “Barnakarl” -Æskuslóðir í Breiðholti. ÍR. Valur. PSV Eindhoven.

Þáttur 2 “Harðákveðin” - KR. Bolton. Chelsea. Jimmy Floyd Hasselbaink.

Þáttur 3 “The Special One” - Chelsea. Gianfranco Zola. Frank Lampard. Jose Mourino.

Þáttur 4 “La buena vida” - Barcelona. Andrés Iniesta.

Þáttur 5 “Vegbúinn” - Monaco. Tottenham. Stoke. Fulham. AEK Athens.

Þáttur 6 “Draumur um Kína” - Cercle Brugge. Club Brugge. Bolton. Shijiazhuang Ever Bright.

Þáttur 7 “Fyrir Ísland” - Molde. Landsliðið. Ole Gunnar Solskjær.

Þættirnir verða aðgengilegir í Sjónvarp Símans Premium frá og með morgundeginum.
Athugasemdir
banner
banner